Menntamálaráðuneyti

188/1989

Reglugerð um Hagfræðistofnun Háskóla Íslands - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

um Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

 

1. gr.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands starfar við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

 

2. gr.

Hlutverk Hagfræðistofnunar er:

Að vera vettvangur vísindalegra rannsókna í hagfræði og skyldum greinum.

Að afla þekkingar á þjóðarbúskap Íslendinga.

Að efla tengsl rannsókna, ráðgjafar og kennslu og veita stúdentum þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum.

 

3. gr.

Stjórn stofnunarinnar skal skipuð fjórum mönnum. Viðskipta- og hagfræðideild kýs þrjá þeirra samkvæmt tilnefningu hagfræðiskorar og einn samkvæmt tilnefningu nemenda í hagfræðiskor. Fulltrúar skorar eru kjörnir til tveggja ára og fulltrúi nemenda til eins árs.

Deildin kýs formann stjórnar stofnunarinnar úr hópi fulltrúa hagfræðiskorar.

Stjórnin ræður vali verkefna, hefur umsjón með fjármálum stofnunarinnar og gerir tillögur til deildar um fjárveitingar.

Stjórnin ræður forstöðumann og aðra starfsmenn, eftir því sem fjárhagur stofnunarinnar leyfir. Forstöðumaður skal hafa umsjón með framkvæmd á ákvörðunum stjórnarinnar og daglegum rekstri stofnunarinnar.

Forstöðumaður og stjórn stofnunarinnar skulu fá greidda þóknun eftir gildandi reglum innan háskólans.

Háskólinn sér starfsliði fyrir vinnuaðstöðu.

 

4. gr.

Formaður boðar stjórnarfundi. Falli atkvæði jöfn á stjórnarfundi, ræður atkvæði formanns. Forstöðumaður á sæti á stjórnarfundum og hefur þar tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.

 

5. gr.

Við Hagfræðistofnun geta starfað:

1. Fastir kennarar við viðskipta- og hagfræðideild.

2. Fastráðnir sérfræðingar.

3. Aðrir sérfræðingar í hagfræði og skyldum greinum, svo sem gistikennarar og styrkþegar, eftir því sem stjórn Hagfræðistofnunar heimilar.

4. Stúdentar og aðstoðarmenn.

 

6.gr.

Tekjur Hagfræðistofnunar eru:

1. Fjárveitingar á fjárlögum.

2. Styrkir til verkefna.

3. Greiðslur fyrir verkefni.

4. Gjafir.

5. Aðrar tekjur.

 

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 9. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla Íslands, sbr. reglugerð fyrir Háskóla Íslands nr. 78/1979, 66. gr., og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálráðuneytið, 28. mars 1989.

 

Svavar Gestsson.

Árni Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica