Menntamálaráðuneyti

186/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð um innheimtu höfundaréttargjalda skv. 3. og 4. mgr. 11. gr. höfundalaga. - Brottfallin

1. gr.

Á B lið 1. gr. verða svofelldar breytingar.
6. tl. verður svohljóðandi: Af geisladiskum með allt að 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9001 skal greiða 17 kr. á hvert eintak.

7. tl. verður svohljóðandi: Af geisladiskum með meira en 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9002 skal greiða 50 kr. á hvert eintak.


2. gr.

Svofelldar breytingar verða á 2. gr.
1. tl. 2. gr. fellur niður. Númer einstakra töluliða breytast í samræmi við framangreinda breytingu.


3. gr.

3. gr. orðist svo:
Við innflutning skal höfundaréttargjald skv. 2. gr. lagt á tollverð vöru, eftir því sem nánar er ákveðið í tollalögum nr. 55/1987, með síðari breytingum og gilda ákvæði þeirra laga ennfremur um innheimtu á gjaldinu, eftir því sem við á, enda hafi samtök höfundaréttarfélaga falið tollyfirvöldum innheimtu þess á grundvelli 6. mgr. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972.
Við framleiðslu skal höfundaréttargjald skv. 2. gr. lagt á framleiðsluverð vöru, eftir nánari ákvörðun ráðherra.


4. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 6. mars 2001.

Björn Bjarnason.
Þórunn J. Hafstein.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica