Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Breytingareglugerð

183/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1084/2020, um hlutdeildarlán, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðanna "7.560.000 kr.", "10.560.000 kr." og "1.560.000 kr." í 1. mgr. kemur: 7.908.000 kr.; 11.046.000; og 1.632.000 kr.
  2. Í stað fjárhæðanna "5.018.000 kr.", "7.020.000 kr.", og "1.560.000 kr." í 2. mgr. kemur: 5.249.000 kr.; 7.343.000 kr.; og 1.632.000 kr.
  3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tekjumörk.

2. gr.

2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Hámarksverð hagkvæmra íbúða skal miðast við bæði fermetrafjölda íbúðar og herbergjafjölda hennar þannig að bæði skilyrði þar að lútandi séu uppfyllt innan viðkomandi verðflokks og er sem hér segir:

Á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbæ:

Herbergjafjöldi Fermetrar Hámarksverð
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 30 m² 31.500.000 kr.
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 40 m² 36.500.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 50 m² 42.000.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 60 m² 47.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 70 m² 51.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 80 m² 56.500.000 kr.
Að lágmarki 3 svefnherbergi Að lágmarki 90 m² 61.000.000 kr.
Að lágmarki 4 svefnherbergi Að lágmarki 100 m² 66.000.000 kr.

Á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins, þ.e. í Akraneskaupstað, Akureyrarbæ, Grindavíkurbæ, Hveragerðisbæ, Reykjanesbæ, Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Vogum:

Herbergjafjöldi Fermetrar Hámarksverð
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 30 m² 26.000.000 kr.
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 40 m² 30.500.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 50 m² 34.500.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 60 m² 39.000.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 70 m² 42.000.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 80 m² 46.500.000 kr.
Að lágmarki 3 svefnherbergi Að lágmarki 90 m² 50.000.000 kr.
Að lágmarki 4 svefnherbergi Að lágmarki 100 m² 54.000.000 kr.

Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða:

Herbergjafjöldi Fermetrar Hámarksverð
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 30 m² 24.500.000 kr.
Að lágmarki stúdíóíbúð Að lágmarki 40 m² 28.500.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 50 m² 32.500.000 kr.
Að lágmarki 1 svefnherbergi Að lágmarki 60 m² 36.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 70 m² 39.500.000 kr.
Að lágmarki 2 svefnherbergi Að lágmarki 80 m² 43.500.000 kr.
Að lágmarki 3 svefnherbergi Að lágmarki 90 m² 46.500.000 kr.
Að lágmarki 4 svefnherbergi Að lágmarki 100 m² 50.500.000 kr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. og 6. mgr. 29. gr. a. og 1. mgr. 29. gr. d. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, tók gildi 1. janúar 2022.

Innviðaráðuneytinu, 8. febrúar 2022.

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.