Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

183/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfsháttu örorkunefndar nr. 335 16. ágúst 1993 með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr., sbr. reglugerð nr. 338 29. mars 2005:

  1. Í stað fjárhæðarinnar "kr. 100.000" í 1. tl. kemur: kr. 125.000.
  2. Í stað fjárhæðarinnar "kr. 100.000" í 2. tl. kemur: kr. 125.000.
  3. Í stað fjárhæðarinnar "kr. 180.000" í 3. tl. kemur: kr. 225.000.
  4. Í stað fjárhæðarinnar "kr. 60.000" í 4. tl. kemur: kr. 75.000.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr. skaðabótalaga nr. 50 19. maí 1993, sbr. lög nr. 37/1999, öðlast gildi 1. mars 2008.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. febrúar 2008.

Björn Bjarnason.

Þorsteinn Geirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica