Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

179/2010

Reglugerð um (49.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Orðin: "eftirlit með" í 1. gr. falla brott.

2. gr.

3. gr. orðist svo:

Reglugerð þessi gildir um gæludýrafóður og fóðurblöndur, hrein fóðurefni, aukefni í fóðri og óæskileg efni í fóðri.

Um eftirlit fer skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga.

Viðauki nr. 7 gildir aðeins um gæludýrafóður.

3. gr.

Í stað orðanna: "Aðfangaeftirlitinu" og "Aðfangaeftirlitið" í 6., 15. og 24. gr. kemur: ,,Matvælastofnun".

4. gr.

Í stað orðanna "hafa verið viðurkenndir framleiðendur og seljendur á forblöndum, í samræmi við 14. viðauka." í 3. málslið og 4. málslið 13. gr. kemur: "uppfylla skilyrði 4. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru."

5. gr.

14. gr. orðast svo: "Matvælastofnun getur heimilað sem lið í lækningu að setja megi ákveðið magn af lyfi í einstaka fóðurvöru fyrir nánar tilgreinda dýrategund. Slík fóðrun er á ábyrgð dýralæknis, sbr. m.a. VIII. kafla reglugerðar nr. 403/1986 um varnir gegn fisksjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með fiskeldisstöðvum."

6. gr.

Fremst í 24. gr. bætist við nýr málsliður sem hljóðar svo: "Um gæludýrafóður gildir eftirfarandi:"

7. gr.

4., 7., 8., 9., 20., 21., 22., 23., 25., 26., 27. og 29. gr. reglugerðarinnar falla brott. Jafnframt fellur brott bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar og viðauki nr. 14.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 26. febrúar 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica