Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

179/2008

Reglugerð um framkvæmd reglugerða nr. 446/2005 og nr. 511/2005, að því er varðar ráðstafanir gegn tilteknum sjúkdómum í eldisdýrum.

1. gr.

Skilyrði fyrir því að yfirráðasvæði teljist laust við sjúkdóma.

Í I. kafla I. viðauka við þessa reglugerð er mælt fyrir um þau skilyrði sem ber að upp­fylla áður en yfirráðasvæði telst laust við einn eða fleiri af þeim sjúkdómum sem eru tilgreindir í III. skrá í 1. dálki, viðauka A við reglugerð nr. 446/2005 og reglugerð nr. 511/2005.

2. gr.

Yfirráðasvæði sem teljast laus við sjúkdóma.

Yfirráðasvæðin, sem eru tilgreind í II. kafla I. viðauka við þessa reglugerð, teljast laus við sjúkdómana sem eru tilgreindir í III. skrá í 1. dálki, viðauka A við reglugerð nr. 446/2005 og reglugerð nr. 511/2005.

3. gr.

Viðmiðanir fyrir varnar- og útrýmingaráætlanir.

Í I. kafla II. viðauka við þessa reglugerð er mælt fyrir um þær viðmiðanir sem aðildar­ríkin skulu beita samkvæmt varnar- og útrýmingaráætlun með tilliti til eins eða fleiri þeirra sjúkdóma sem eru tilgreindir í III. skrá í 1. dálki, viðauka A við reglugerð nr. 446/2005 og reglugerð nr. 511/2005.

4. gr.

Samþykki fyrir varnar- og útrýmingaráætlunum.

Samþykktar eru varnar- og útrýmingaráætlanir fyrir yfirráðasvæðin, sem eru tilgreind í II. kafla II. viðauka við þessa reglugerð.

5. gr.

Viðbótarábyrgðir.

1. Lifandi eldisfiskur ásamt hrognum og sviljum, sem eru flutt á yfirráðasvæðin sem eru tilgreind í II. kafla I. viðauka eða II. kafla II. viðauka, skulu vera í samræmi við þær ábyrgðir, þ.m.t. ábyrgð á umbúðum og merkingum, og þær sértæku viðbótarkröfur, sem mælt er fyrir um í heilbrigðisvottorðinu, sem er útbúið í samræmi við fyrirmyndina í III. viðauka, að teknu tilliti til skýringa í IV. viðauka.

2. Kröfurnar, sem mælt er fyrir um í 1. mgr., gilda ekki um hrogn til manneldis sem eru flutt á yfirráðasvæðin sem eru tilgreind í II. kafla I. viðauka eða II. kafla II. viðauka.

3. Halda skal viðbótarábyrgðum þegar kröfum, sem mælt er fyrir um í V. viðauka, er fullnægt.

6. gr.

Flutningar.

Lifandi eldisfisk ásamt hrognum og sviljum, sem eru flutt á yfirráðasvæðin sem eru til­greind í II. kafla I. viðauka eða II. kafla II. viðauka, skal flytja við skilyrði sem valda ekki breytingu á heilbrigðisástandi eða tefla heilbrigðisástandi þeirra í tvísýnu á viðtöku­stað.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, lögum nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og lögum nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar. Reglugerðin er sett til innleiðingar á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2004/453 frá 29. apríl 2004. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. febrúar 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica