Félagsmálaráðuneyti

637/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 157/2001 um húsbréf og húsbréfaviðskipti, sbr. reglugerð nr. 408/2001. - Brottfallin

637/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 157/2001 um húsbréf og
húsbréfaviðskipti, sbr. reglugerð nr. 408/2001.

1. gr.

29. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Matsverð notaðrar íbúðar er kaupverð hennar. Matsverð nýrrar íbúðar er samþykktur byggingarkostnaður hennar eða kaupverð. Matsverð meiri háttar viðbyggingar, endurbóta og endurnýjunar er samþykkt kostnaðaráætlun eða samþykktur byggingarkostnaður. Sá hluti af matsverði sem lánað er til, sbr. 19. gr., 21. gr., 24. gr. og 25. gr. reglugerðar þessarar skal, ásamt uppfærðum áhvílandi lánum sem á undan hvíla, rúmast innan við 85% af brunabótamati íbúðar.

Íbúðalánasjóði er heimilt að synja um skuldabréfaskipti ef kaupverð íbúðar telst í verulegu ósamræmi við markaðsverð eða þegar hluti kaupverðs íbúðar er framlag seljanda til kaupanda. Íbúðalánasjóður getur falið sérstökum trúnaðarmönnum að meta markaðsverð íbúðar.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 19. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, öðlast gildi 1. september 2001.


Félagsmálaráðuneytinu, 27. ágúst 2001.

Páll Pétursson.
Óskar Páll Óskarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica