Félagsmálaráðuneyti

640/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr.467/1991 um húsbréf og húsbréfaviðskipti. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 467/1991

um húsbréf og húsbréfaviðskipti.

1 .gr.

Í stað 5. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein svohljóðandi:

Gjalddagar fasteignaveðbréfa skulu vera 15. dag hvers mánaðar. Fyrsta greiðsla afborgunar, vaxta og verðbóta af fasteignaveðbréfi skal vera á þriðja gjalddaga frá útgáfudegi þess. Vextir á hverjum gjalddaga skulu reiknast þannig að deilt er með fjölda gjalddaga á hverju ári í ársvextina.

Húsbréfadeild er heimilt að bjóða þeim sem þegar hafa gefið út fasteignaveðbréf með ársfjórðungslegum afborgunum að breyta veðbréfinu þannig, að það beri mánaðarlega gjalddaga, frá 15. apríl 1995 að telja.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/ 1993, sbr. lög nr. 12/ 1994, öðlast gildi 1. janúar 1995.

Félagsmálaráðuneytið, 29. nóvember 1994.

Rannveig Guðmundsdóttir.

Elín S. Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica