Félagsmálaráðuneyti

395/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 783/1998 um viðbótarlán. - Brottfallin

395/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 783/1998 um viðbótarlán.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Tekjumörk miðast við meðaltekjur síðustu þriggja ára fyrir umsókn um viðbótarlán samkvæmt skattskrám og ljósriti af skattframtali fyrir síðasta ár, staðfest af skattstjóra. Við mat á því hvort umsækjandi um viðbótarlán er undir tekjumörkum skal líta til meðaltekna umsækjanda síðustu þriggja ára áður en umsókn um viðbótarlán er afgreidd. Með meðaltekjum er átt við heildartekjur einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks og barna, 20 ára og eldri, sem búa á heimilinu.

Tekjumörk vegna viðbótarlána miðast við að árlegar meðaltekjur nemi eigi hærri fjárhæð en 2.037.000 kr. fyrir hvern einstakling og 340.000 kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunartekjur hjóna og sambúðarfólks skulu vera 40% hærri en hjá einstaklingi, þ.e. 2.852.000 kr.

Fjárhæðir skv. 2. mgr. taka breytingum samkvæmt breytingum á vísitölu neysluverðs janúarmánaðar ár hvert miðað við grunnvísitölu og skulu vera í heilum þúsundum króna. Félagsmálaráðherra lætur árlega reikna út og birta nýjar fjárhæðir samkvæmt ákvæði þessu.

Húsaleigubætur teljast ekki til tekna skv. 1. mgr.

Með sambúðarfólki er átt við skráða sambúð karls og konu, er eiga sameiginlegt lögheimili samkvæmt þjóðskrá.


2. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Eignamörk miðast við heildareign, að frádregnum heildarskuldum samkvæmt síðustu skattskrá eða ljósriti af skattframtali fyrir síðasta ár, staðfest af skattstjóra. Eignamörk eru 2.200.000 kr.

Fjárhæð skv. 1. mgr. tekur breytingum samkvæmt breytingum á vísitölu neysluverðs janúarmánaðar ár hvert miðað við grunnvísitölu og skulu vera í heilum þúsundum króna. Félagsmálaráðherra lætur árlega reikna út og birta nýjar fjárhæðir samkvæmt ákvæði þessu.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 30. gr. og 50. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, öðlast gildi 1. júní 2001.


Félagsmálaráðuneytinu, 11. maí 2001.

Páll Pétursson.
Óskar Páll Óskarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica