Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

172/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 840/2015.

1. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, er verður 4. mgr. og orðast svo:

Einkaleiga skal ekki taka á skrá hjá sér ökutæki nema það sé í persónulegri eigu viðkomandi ein­staklings. Ekki er nægilegt að einstaklingur sé umráðamaður ökutækis svo sem þegar um bíla­samning er að ræða.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 9. mgr. 9. gr. laga um leigu skráningarskyldra öku­tækja, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. febrúar 2016.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Valgerður Rún Benediktsdóttir.

Brynhildur Pálmarsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica