Innanríkisráðuneyti

172/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 348/2007 um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum.

1. gr.

Á eftir 4. mgr. 6. gr. kemur ný málsgrein sem verður 5. málsgrein og orðast svo:

Öryggis- og verndarbúnaður barna sem notaður er í ökutækjum skal merktur og ávallt uppfylla þær kröfur sem kveðið er á um í III. viðauka í reglugerð þessari.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. mgr. III. viðauka:

  1. Í stað "44.03" kemur: 44.04.
  2. Í stað orðanna "eða tilskipun 77/541 eða einhverja síðari aðlögun reglnanna eða tilskipunarinnar eða sambærilegar kröfur." komi: sbr. og tilskipun 77/541/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi öryggisbelti og aðhaldsbúnað í vél­knúnum ökutækjum að tækniframförum, með síðari uppfærslum reglnanna og til­skip­unarinnar.

3. gr.

7. gr. breytist þannig:

  1. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Innflutningur, markaðssetning og sala öryggis­búnaðar barna í ökutækjum.
  2. Á undan orðinu "markaðssetja" í 1. mgr. kemur: flytja inn,.
  3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 2. mgr. og orðast svo:

Ákvæði þetta á við um allan innflutning, hvort sem hann er vegna einkanota eða í viðskipta­legum tilgangi.

4. gr.

Á eftir 7. gr. kemur ný grein er verður 7. gr. a, og orðast svo:

Markaðseftirlit með ákvæðum þessarar reglugerðar er hjá Neytendastofu. Um máls­meðferð og úrræði fer nánar eftir ákvæðum laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opin­bera markaðsgæslu.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 71. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi að undanskilinni 2. gr. sem öðlast gildi 1. júlí 2013.

Innanríkisráðuneytinu, 12. febrúar 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica