Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

169/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.

1. gr.

Við 9. mgr. 3. gr. bætist svohljóðandi málsliður:
Varðandi flokka H3 til H8, H10 og H11 í ofangreindum viðauka skal miða við mörk sem tilgreind eru í viðauka VI með tilvitnaðri reglugerð.

2. gr.

3. mgr. 7. gr. orðist svo:
7.3 Við mat samkvæmt 1. og 2. mgr. ber að styðjast við mörk í VI. viðauka með reglugerð, um skrá yfir spilliefni og annan úrgang og þegar við á reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 20. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni. Þá er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 13. febrúar 2002.

Siv Friðleifsdóttir.

Magnús Jóhannesson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.