1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Á Íslandi skal geislun framkvæmd á viðurkenndum geislunarstöðvum sem fengið hafa leyfi Geislavarna ríkisins til að reka geislatæki. Í aðildarríkjum Evrópusambandsins viðurkenna þar til bær stjórnvöld geislunarstöðvar sem reka geislatæki. Geislunarstöðvar sem geisla matvæli skulu auk þess uppfylla ákvæði alþjóðlegra viðmiðunarreglna Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Codex Alimentarius (CAC) (FAO/WHO/CAC, vol. XV, 1. útgáfa) um rekstur geislunarstöðva til geislunar matvæla.
Við 5. gr. bætist ný 4. mgr. sem hljóðar svo: Óheimilt er að flytja inn matvæli sem geisluð eru í geislunarstöðvum utan Evrópusambandsins nema að uppfylltum ofangreindum skilyrðum að því tilskyldu að þær séu á skrá Evrópusambandsins yfir viðurkenndar geislunarstöðvar sem mega reka geislatæki. Birtur er listi yfir þær geislunarstöðvar sem viðurkenndar eru í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli samanber og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum. Reglugerðin er sett með hliðsjón af XII. kafla II. viðauka EES-samningsins (tilskipanir 2/1999, 3/1999 og 2002/840).
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu