Fara beint í efnið

Prentað þann 2. maí 2024

Breytingareglugerð

162/2024

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr töluliður, 8. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/334 frá 19. janúar 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrárnar yfir þriðju lönd með samþykkta eftirlitsáætlun og sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum og lagarafurðum til Sambandsins.

2. gr.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar sem nefnd er í 1. gr. er birt á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 8/2024.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008 um fiskeldi.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 29. janúar 2024.

Katrín Jakobsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.