Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 20. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 30. des. 2023

162/2021

Reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir.

1. gr. Innleiðing.

Ákvæði eftirfarandi reglugerða, sem voru teknar upp í EES-samninginn með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2019 frá 27. september 2019, nr. 352/2021 frá 10. desember 2021, nr. 388/2021 frá 10. desember 2021 og nr. 149/2022 frá 29. apríl 2022 og nr. 324/2023 frá 8. desember 2023. skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1368 frá 11. ágúst 2016 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 439 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, með breytingum samkvæmt eftirfarandi gerðum:

    1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1147 frá 28. júní 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 442 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
    2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2446 frá 19. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 445 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
    3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1557 frá 17. október 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 460 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
    4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/482 frá 22. mars 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 463 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
    5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1122 frá 8. júlí 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 sem bætir NIBOR-vöxtunum á og fjarlægir LIBOR-vextina af skránni yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum sem komið var á samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/64 frá 29. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er það varðar að tilgreina hvernig beita á viðmiðununum í iii. lið c-liðar 1. mgr. 20. gr. til að meta hvort tilteknir atburðir myndu leiða til verulegra og neikvæðra áhrifa á heildarvirkni markaðar, fjármálastöðugleika, neytendur, raunhagkerfið eða fjármögnun heimila og fyrirtækja í einu eða fleiri aðildarríkjum, sem er birt á bls. 395 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/65 frá 29. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 sem tilgreina tæknilega þætti skilgreininganna sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar, sem er birt á bls. 399 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/66 frá 29. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 sem tilgreina hvernig nafnverð annarra fjármálagerninga en afleiðna, grundvallarfjárhæð afleiðna og verðmæti hreinnar eignar fjárfestingarsjóða skuli metið, sem er birt á bls. 401 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/67 frá 3. október 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er það varðar að koma á skilyrðum til að meta áhrif þess að gildandi viðmiðanir verði aflagðar eða þeim breytt, sem er birt á bls. 404 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1847 frá 14. október 2021 um tilgreiningu á lögboðinni viðmiðun til að taka við af tilteknum útgáfum af CHF LIBOR-vöxtum, sem er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1848 frá 21. október 2021 um tilgreiningu á viðmiðun til að taka við af millibankadagvöxtum í evrum, sem er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
  8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1816 frá 17. júlí 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar útskýringu í yfirlýsingunni um viðmiðun um hvernig umhverfis-, félags- og stjórnunarþættir endurspeglast í hverri viðmiðun sem gerð er og birt, sem er birt á bls. 564 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32 frá 19. maí 2022.
  9. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1817 frá 17. júlí 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar lágmarksinnihald útskýringar um hvernig umhverfis-, félags- og stjórnunarþættir endurspeglast í aðferðafræði viðmiðunarinnar, sem er birt á bls. 575 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32 frá 19. maí 2022.
  10. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1818 frá 17. júlí 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar lágmarksstaðla fyrir viðmiðanir ESB vegna loftslagstengdra umbreytinga og viðmiðanir ESB sem eru lagaðar að Parísarsamningnum, sem er birt á bls. 580 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32 frá 19. maí 2022, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2022 frá 29. apríl 2022, sem er birt á bls. 107 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61 frá 22. september 2022.
  11. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2222 frá 14. júlí 2023 um framlengingu á umbreytingartímabilinu sem mælt er fyrir um fyrir viðmiðanir þriðja lands í 5. mgr. 51. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 250 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 13. gr. laga um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.