Félagsmálaráðuneyti

521/1986

Reglugerð um B-gatnagerðargjöld í Hrísey. - Brottfallin

Nr. 521

REGLUGERÐ um B-gatnagerðargjöld í Hrísey.

1.gr.

Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir og byggingar í Hrísey eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari.

 

2. gr.

Gatnagerðargjald vegna varanlegs slitlags á akbrautir og gangstéttir skal lóðarhafi greiða þegar lagningu bundins slitlags er lokið og fullnaðarfrágangur viðvíkjandi gatnagerð­inni hefur farið fram.

Gjaldið nefnist B gatnagerðargjald og miðast við rúmmál húss eins og það er skráð of Fasteignamati ríkisins, margfaldað með krónutölu samkv. ákvæðum 3. greinar. Verði ágreiningur um rúmmál húss skal endurmat fara fram af Fasteignamati ríkisins og verða báðir aðilar að hlíta niðurstöðum þess.

 

3.gr.

Gjaldið skal nema ákveðinni prósentu af byggingarkostnaði rúmmeters í vísitöluhúsi eins og hann er talinn á hverjum tíma af Hagstofu Íslands. Gjaldið er breytilegt eftir tegundum húsa og gildir þar eftirfarandi regla:

Einbýlishús                                                                                3,0%

Parhús, raðhús og tvíbýlishús                                                     2,5%

Opinberar byggingar                                                                 3,0%

Verslunar- og skrifstofuhúsnæði                                                3,0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði       1,5%

Bifreiðageymslur og innréttaðar kjallarageymslur                        1,5%

Kjallarar og rishæðir íbúðarhúsa, óeinangrað og óinnréttað         1,5%

Önnur hús, ákvörðuð of hreppsnefnd                                         1,0-3,0%

 

Þegar draga þarf frá rúmmáli húss einhverja þá húshluta sem eru á lægra gjaldi en aðrir hlutar hússins, skal miða við utanmál þess sem kemur til lækkunar.

Aldrei skal greiða lægra B gjald en sem nemur of 250 m3 húsnæði. Verði síðar byggt við hús þar sem þessu ákvæði hefur verið fylgt, skal aðeins greiða af því húsnæði sem verður umfram 250 m3.

Til viðbótar ofangreindu gjaldi skulu lóðarhafar greiða kr. 30,00 fyrir hvern fermeter lóðar og skal það gjald fylgja byggingavísitölu.

 

4.gr.

Gatnagerðargjald samkv. 3. grein miðast við byggingarkostnað vísitöluhússins sem í gildi er þegar lagning slitlags fer fram. Breytist vísitala meðan á verki stendur skal miða við meðalvísitölu.

Nú verður hús byggt við þegar fullgerða götu, eða viðbótarhúsnæði byggt á lóð sem greitt hefur verið B gjald fyrir. Skal gjald þá reiknað út eftir samþykktum teikningum og miðað við byggingarkostnað eins og hann er gefinn upp af Hagstofu Íslands á sama tíma og teikningar eru samþykktar af bygginganefnd.

 

 

5.gr.

Þegar veitt er byggingaleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis, sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseign færist í hærri gjaldflokk, þá skal innheimta gatnagerðargjald af hinu breytta húsnæði sem nemur mismun á gjaldi reiknuðu af hinu breytta húsnæði fyrir og eftir breytinguna.


 

6.gr.

Gatnagerðargjöld samkv. 3. grein greiðast þannig að 20% greiðast þegar lagninga bundins slitlags er lokið, en komi álagning til í samræmi við aðra málsgrein 4. greinar greiðast fyrstu 20% þegar teikningar hafa verið samþykktar af byggingarnefnd. Eftirstöðvar í báðum tilvikum greiðast með skuldabréfi með jöfnum aiborgunum á næstu 4 árum. Gjalddagi afborgana er 1, júli ár hvert. Vextir og verðtrygging skulu vera samkvæmt kjörum Byggðastofnunar, í samræmi við þau kjör er hún veitir 1án á til varanlegrar gatnagerðar.

 

7.gr.

Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10% eftir ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni.

 

8.gr.

Heimilt er sveitarstjörn að fresta að einhverju eða öllu leyti innheimtu gatnagerðar­gjalda af fasteignum þeirra eigenda sem náð hafa 67 ára aldri, þeirra sem eiga við langvarandi sjúkdóma eða örorku að stríða og þeirra sem of sérstökum ástæðum kunna að eiga við fjárhagsvanda að glíma. Verði húseign seld, sem gjaldfrest hefur fengið á gatnagerðargjaldi, skal sveitarstjórn innheimta gjaldið eins og það var þegar álagning fór fram að viðbættum verðbótum, enda sé kvöðinni þinglýst á viðkomandi fasteign.

 

9.gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum og dráttarvöxtum fyrir í öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla. Einnig tekur það til vátryggingarfjár eignarinnar.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hríseyjarhrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 til að öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 384 frá 18. september 1979 um gatnagerðargjöld í Hrísey.

 

 

 

Félagsmálaráðuneytið, 17. desember 1986

 

 

 

F.h.r. Hallgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica