Fara beint í efnið

Prentað þann 4. maí 2024

Breytingareglugerð

1601/2023

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "og nr. 149/2022 frá 29. apríl 2022" í inngangsmálslið greinarinnar kemur: nr. 149/2022 frá 29. apríl 2022 og nr. 324/2023 frá 8. desember 2023.
  2. Við greinina bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
    Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2222 frá 14. júlí 2023 um framlengingu á umbreytingartímabilinu sem mælt er fyrir um fyrir viðmiðanir þriðja lands í 5. mgr. 51. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 250 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í p-lið 1. mgr. 13. gr. laga um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 19. desember 2023.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.