Félagsmálaráðuneyti

291/1993

Reglugerð um endurgreiðslu skyldusparnaðar til námsmanna. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um endurgreiðslu skyldusparnaðar til námsmanna.

1. gr.

Sá sem stundað hefur eða mun fyrirsjáanlega stunda nám í sex mánuði samfellt samkvæmt vottorði skóla, á rétt á endurgreiðslu skyldusparnaðar út árið 1993.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 61/1993 um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988 með áorðnum breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 16. júlí 1993.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Húnbogi Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica