Fara beint í efnið

Prentað þann 2. maí 2024

Breytingareglugerð

1553/2023

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 221/2001, um bólusetningar á Íslandi.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Bólusetningar sem sóttvarnalæknir skipuleggur samkvæmt viðauka skulu vera börnum með lögheimili hér á landi þeim að kostnaðarlausu. Greiðsluhlutdeild fyrir aðrar bólusetningar barna skal fylgja lögum og reglugerðum um sjúkratryggingar.

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 17. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, öðlast gildi frá og með 1. janúar 2024.

Heilbrigðisráðuneytinu, 15. desember 2023.

Willum Þór Þórsson.

Ásthildur Knútsdóttir.

VIÐAUKI (sjá fylgiskjal)

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.