Félagsmálaráðuneyti

292/1964

Reglugerð um holræsi í Hvergerðishreppi í Árnessýslu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsi í Hvergerðishreppi í Árnessýslu.

 

1. gr.

Reglugerð þessi gildir innan marks Hvergerðishrepps.

 

2. gr.

Hreppsnefnd ákveður lagningar holræsa, aðalæða og götuæða í samráði við verkfræðing.

 

3. gr.

Öll framkvæmdastörf, sem holræsaherfi hreppsins varða, svo sem nýlagnir, við­hald, endurbætur og viðauka, annast hreppsnefnd eða maður, sem hún felur það starf.

 

4. gr.

Skylt er öllum að hlíta því, að holræsi sé lagt um eignarland þeirra eða umráða­svæði, og að fram fari nauðsynlegt viðhald og viðgerðir. Um bætur fyrir slíkt for eftir ákvæðum vatnalaga.

 

5. gr.

Þar sem hreppurinn hefur lagt holræsi í götu, götustæði eða opið svæði, er þeim húseigendum, sem þar eiga hús við og geta náð í holræsið, skylt að leggja ræsi frá húsum sínum, er flytja allt skólp frá þeim, svo og regnvatn, í aðalræsið. Slíkar lagnir eru á kostnað húseiganda. Vanræki einhver að láta gera ræsi frá húsi sínu í aðalræsið innan hæfilegs frests, getur hreppsnefnd látið framkvæma verkið á kostnað húseiganda.

Engar frárennslislagnir að aðalræsum má hylja fyrr en þær hafa verið viður­kenndar. Aðeins starfsmenn holræsagerðarinnar mega annast tengingu við aðalæð. Engum er heimilt að leggja ræsi í aðalræsi, nema að fengnu leyfi framangreindra aðila.

 

6. gr.

Ekki er heimilt að veils frárennsli í holræsakerfið, er valdið getur skemmdum á því eða truflað rekstur þess að dómi verkfræðings holræsagerðarinnar. Þannig má ekki veita út í göturæsi vökvum, sem innihalda mikið of fitu, súrum vökvum, vökvum, sem eru heitari en 35 stig á C, mælt í götubrunni, olíu, benzíni, eða öðrum efnum, sem hætta eða óþægindi geta stafað af. Þar sem hætta er á, að skólp inni­haldi ofangreind efni, her húseiganda að gera ráðstafanir til að fjarlægja þau eða gera óskaðleg áður en því er veitt út í holræsakerfið. Ráðstöfunum þessum ber að haga samkvæmt fyrirmælum verkfræðings.

 

7. gr.

Kostnaður allur við holræsakerfið, þar með talið viðhald, greiðist úr hrepps­sjóði. Til að standast þann kostnað ber hverjum húseiganda og lóðarhafa, sem á þess kost að tengja hús sitt við holræsakerfið eða hefur Bert það, að greiða árlegt holræsagjald til hreppssjóðs, er nemi 0.5% of fasteignamati hússins og kr. 0.25 of hverjum m2 lóðar eða óbyggðum lendum. Nú er hús á lóðum, sem ekkert frárennsli þurfa, skal þá húseigandi greiða fullt gjald af lóð en ekki af húsi.

Árgjald greiðist fyrir það ár, sem tenging fer fram, og skal gjalddagi vera, þá húseiganda er heimilt að leggja í götuæð.

 

8. gr.

Holræsagjaldið greiðist of húseigendum og lóðarhöfum, þegar ekki er um eignar­lóð að ræða, og eru þeir ábyrgir fyrir greiðslum þess gagnvart hreppsnefnd. Kröfur, sem hreppsnefndin kann að öðlast samkvæmt reglugerð þessari, má taka lögtaki á kostnað gjaldenda, og eru gjöld þessi tryggð með lögveði í húseign og lóð í næstu tvö ár eftir gjalddaga, með forgangsveðrétti fyrir hvers konar samnings- og að­faraveði.

Gjalddagi holræsagjaldsins er 15. maí ár hvert, í fyrsta sinn 1965.

 

9. gr.

Hið árlega holræsagjald getur hreppsnefnd hækkað eða lækkað eftir atvikum um allt að 50% án staðfestingar ráðuneytisins.

 

10. gr.

Mál út of brotum gegn reglugerð þessari skal farið með að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi, sem hreppsnefnd Hveragerðishrepps hefur samið og samþykkt og gerð er samkvæmt lögum nr. 15 20. júní 1923, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 31. desember 1964.

 

F. h. r.

Hjálmar Vilhjálmsson.

Hallgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica