Leita
Hreinsa Um leit

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

152/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1095/2005 um próf til að öðlast réttindi til þess að vera héraðsdómslögmaður ásamt síðari breytingu.

1. gr.

Við 2. mgr. 10. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Þó skal gefa próftaka, sem ekki stenst próf í einni þeirra prófgreina í fyrri hluta sem upp eru taldar í 9. gr. kost á að endurtaka próf í þeirri grein einu sinni, enda hafi skrifleg umsókn verið borin fram við prófnefnd innan 15 daga frá sendingardegi bréfs próf­nefndar um einkunnir.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. og 2. mgr. 16. gr. er hljóði svo:

1. mgr.: Dómsmálaráðherra ákveður, að fenginni tillögu prófnefndar, gjald sem þátt­takendur skulu greiða fyrir námskeið, próf, endurtekningarpróf og verklega prófraun.

2. mgr.: Gjaldið skal ákveðið sérstaklega fyrir hvorn hluta prófraunar, svo og fyrir verk­lega prófraun og endurtekningarpróf, og skal gjaldið nema kostnaði við námskeið, próf og stjórnun.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga um lögmenn nr. 77 15. júní 1998, sbr. 5. gr. laga nr. 93/2004 öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 13. febrúar 2007.

Björn Bjarnason.

Bryndís Helgadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica