Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

150/2011

Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2010, frá 1. nóvember 2010, öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 637/2009 frá 22. júlí 2009 um setningu framkvæmdarreglna um heppileika nafngifta á yrkjum af tegundum nytjaplantna í landbúnaði og grænmetistegunda. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 71, frá 16. desember 2010, bls. 351.

2. gr.

Nýr 11. viðauki.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 637/2009 fellur undir nýjan 11. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

3. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr., 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Brottfall reglugerða.

Við gildistöku reglugerðar þessarar falla eftirfarandi reglugerðir úr gildi:

  1. Reglugerð nr. 659/2006 um (9.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.
  2. Reglugerð nr. 336/2009 um (17.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

6. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerðin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. febrúar 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica