Fjármálaráðuneyti

15/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 598/1999, um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna bókhaldskerfa. - Brottfallin

1. gr.

Við skilgreiningu rafræns bókhalds í 1. gr., á eftir "skeytum", bætist: sem skrást í gagnadagbók.


2. gr.

Við 2. mgr. 11. gr., á eftir "reikningsskilavenju", bætist: og skal yfirlýsing seljanda eða hönnuðar hugbúnaðarins þess efnis liggja fyrir í bókhaldsgögnum notanda.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 42. gr. laga um bókhald og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 12. janúar 2001.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Maríanna Jónasdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica