Fjármálaráðuneyti

146/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.

1. gr

Í stað 3. og 4. málsl. 1. mgr. 5. gr. kemur:

Á sama hátt er starfsemi vinnuskóla fyrir nemendur undir 16 ára aldri undanþegin virðisaukaskatti svo og sumarvinna skólafólks á aldrinum 16 til 25 ára enda sé um að ræða þjónustu í eigin þágu sveitarfélags.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr.:

a.Fyrir orðin "sveitarfélögum og ríkisstofnunum" kemur: ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra.

b.Við 1. tölulið bætist nýr málsliður er verður annar málsliður svohljóðandi: Jafnframt skal endurgreiða virðisaukaskatt sem sveitarfélög greiða vegna leigu eða kaupa á sorpgámum vegna staðbundinnar söfnunar sorps.

c.Við greinina bætist nýr töluliður er verður 6. töluliður svohljóðandi: Vinna við sérstök verkefni sveitarfélaga eða á ábyrgð þeirra, sem efnt er tilmeð styrk Atvinnuleysistryggingasjóðs, til að fjölga atvinnutækifærum.

3. gr.

Reglugerð þessi, er sett með stoð í 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, gildir frá og með 1. janúar 1995. Ákvæði stafliðar c. í 2. gr. fellur úr gildi frá og með 1. janúar 1996.

Fjármálaráðuneytið, 27. febrúar 1995.

F. h. r.
Snorri Olsen.

Jón Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica