Félagsmálaráðuneyti

201/1985

Reglugerð um gatnagerðargjöld á Akranesi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um gatnagerðargjöld á Akranesi.

 

I. KAFLI

Gatnagerðargjöld A.

Gatnagerðargjald A er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að undirbyggja götu með tilheyrandi lögnum.

 

1. gr.

Af öllum nýbyggingum svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóðum á Akranesi, skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsi skv. útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu                                   4,0%

Raðhús og tvíbýlishús                                                             2,5%

Fjölbýlishús                                                                           1,0%

Verslunar- og skrifstofubyggingar                                           3,3%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði                1,8%

Opinberar byggingar                                                              4,0%

Aðrar byggingar                                                                     2,5%

Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. Í atvinnuhúsnæði skal ætíð, við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds, miðað við lofthæð 3,3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni lægri lofthæð. Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

Af bifreiðageymslum skal greiða hálft gjald þeirrar húsagerðar, sem á lóðinni er.

Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast, þegar hagkvæmara er, að mati bygginganefndar, að grafa út grunn en fylla hann upp, skal aðeins greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi, enda sé aðeins gengið í húsrýmið innan frá.

Jafnframt ofangreindu gjaldi og sem hluti þess skal lóðarhafi greiða kr. 7,30 af hverjum fermetra lóðar, hvort sem bygging er þar á lóð eða ekki.

 

3. gr.

Ef lóðarhafi rífur á eigin kostnað gamalt íbúðarhús til þess að byggja nýtt á sömu lóð, skal lækka gjald skv. 2. gr. vegna nýja hússins, um þá upphæð, sem svarar til rúmmáls hússins, sem rifið var. Lækkun gjaldsins getur þó aldrei orðið meiri en nemur greiðslu skv. 2. gr. vegna nýja hússins.

 

4. gr.

Gjald skal miðað við stærð húss samkvæmt samþykktum teikningum. Nú er ekki fyrirliggjandi teikning og skal þá miðað við stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miðað við eftirfarandi lágmarksstærðir:

Einbýlishús með tilheyrandi bílgeymslu                                              500 m3

Íbúðir í raðhúsum og tvíbýlishúsum                                                   400 m3

Íbúðir í fjölbýlishúsum                                                                     300 m3

Aðrar byggingar skv. 2. gr. skal ákvarða til lágmarksstærðar af byggingafulltrúa í hverju tilviki fyrir sig.

Gjald samkvæmt lágmarksstærðum, lágmarksgjald, skal greiða innan eins mánaðar frá lóðarúthlutun. Með lágmarksgjaldi er átt við gjald miðað við m'-stærð húsnæðis, m'-stærð bílgeymslu og annars húsnæðis, er ekki hefur áður verið greitt~fyrir í lágmarksgjaldinu, einnig stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsis og byggingarleyfisgjald skv. gjaldskrám.

Þegar byggt er á eignarlóð eða hús stækkað, skal greiða gjaldið áður en byggingafram­kvæmdir hefjast.

Byggingaframkvæmdir verða ekki leyfðar nema fullnaðaruppgjör hafi farið fram. Bæjarráði er heimilt að víkja frá ákvæðum þessarar greinar og veita greiðslufrest, ef um er að ræða umfangsmiklar byggingaframkvæmdir eins aðila.

 

5. gr.

Gjald skv. 2. gr. skal reikna miðað við byggingarkostnað vísitöluhúss eins og hann kann að vera þann dag, er lóðarúthlutun fer fram og lágmarksgjald er reiknað út, og eins og hann kann að vera, þegar teikning er endanlega samþykkt í bygginganefnd og lokagjald reiknað út. Sé um blandaða notkun húsnæðis að ræða, skal reikna gjaldið eftir viðkomandi liðum.

Sé veitt byggingaleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis, sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseignin eða hluti hennar færist í hærri gjaldflokk, skal greiða gjald af hinu breytta húsnæði, sem nemur mismun á gjaldinu reiknuðu af hinu breytta húsnæði fyrir og eftir breytingu.

 

6. gr.

Sé gatnagerðargjald ekki greitt í samræmi við ákvæði 4. gr., fellur lóðarúthlutun sjálfkrafa úr gildi, og getur bæjarráð þá úthlutað lóðinni á ný.

 

7. gr.

Óski lóðarhafi að skila lóð,á hann rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi, þ. e. þeim m3-fjölda, er áður hefur verið greiddur, á því rúmmetragjaldi, er gildir, sbr. 2. gr., þegar lóð er skilað. Heimilt er að fresta endurgreiðslu, uns lóðin hefur verið veitt að nýju, þó ekki lengur en 12 mánuði frá því lóðinni er skilað.

Sé heimild til að fresta endurgreiðslu notuð, skal bæjarsjóður greiða lóðarhafa almenna innlánsvexti af inni~tæðu hans, er ógreidd kann að vera í 3 .mánuði eða lengur. Sé lóð tekin af lóðarhafa vegna vanefnda hans á skilmálum, skal sama gilda, utan innistæða hans ber ekki vexti, verði heimild til frestunar á greiðslu notuð.

 

8. gr.

Falli byggingarleyfi úr gildi og verði endurnýjað síðar, skal reikna gjaldið að nýju, en áður greitt gjald kemur til frádráttar, þ. e. sama rúmmetratala og greidd hafði verið.

Sé gjald ekki greitt innan eins mánaðar, sbr. 4. gr., skal endurreikna það eftir þann tíma til samræmis við hugsanlega breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss, sbr. 2. gr.

Komi til, að gjald, sem greitt er samkvæmt lágmarksstærðum, lágmarksgjald, reynist hærra í krónutölu en lokagjaldið, skal endurgreiða mismuninn á raunvirði, vaxtalaust.

 

II. KAFLI

Gatnagerðargjald B.

Gatnagerðargjald B er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að leggja bundið slitlag á götu og frágang gangstétta:

 

9. gr.

Af öllum húsum, nýbyggingum og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóð á Akranesi, skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs skv. gjaldskrá þessari.

 

10. gr.

Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingakostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsi skv. útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu                                            2,00%

Raðhús og tvíbýlishús                                                                      1,50%

Fjölbýlishús                                                                                    0,75%

Verslunar- og skrifstofubyggingar                                                    2,00%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði                         0,75%

Opinberar byggingar                                                                       2,00%

Aðrar byggingar                                                                              1,50%

Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. Í atvinnuhúsnæði skal ætíð, við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds, miðað við lofthæð 3,3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni lægri lofthæð. Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

Af bifreiðageymslum skal greiða hálft gjald þeirrar húsgerðar, sem á lóðinni er.

Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast, þegar hagkvæmara er, að mati bygginganefndar, að grafa út grunn en fylla hann upp, skal aðeins greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi, enda sé aðeins gengt í húsrýmið innan frá.

 

11. gr.

Gjald skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum teikningum. Nú er ekki fyrirliggjandi teikning og skal þá miða við stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við eftirfarandi lágmarksstærðir:

Einbýlishús með tilheyrandi bílgeymslu                                                500 m3

Íbúðir í raðhúsum og tvíbýlishúsum                                                     400 m3

Íbúðir í fjölbýlishúsum                                                                        300 m3

Aðrar byggingar samkvæmt 10. gr. skal ákvarða til lágmarksstærðar af byggingafulltrúa í hverju tilviki fyrir sig.

Gjald samkvæmt lágmarksstærðum, lágmarksgjald, skal greiða samkvæmt ákvæðum 12. gr. Með lágmarksgjaldi er átt við gjald miðað við m3 -stærð húsnæðis samkvæmt ofanskráðum lágmarksstærðum.

Þegar teikning liggur fyrir og hlýtur samþykki í bygginganefnd, skal lokagjald reiknað út og gjaldfellt, og skal greiða það samkvæmt ákvæðum 12. gr. Með lokagjaldi er átt við útreikning á endanlegri m3-stærð húsnæðis, m'-stærð bifreiðageymslu og annars húsnæðis, er ekki hefur verið greitt fyrir í lágmarksgjaldinu.

 

12. gr.

Gjald skv. 10. gr. miðast við byggingarkostnað vísitöluhúss á þeim tíma, sem lokaframkvæmdir við lagningu bundins slitlags fara fram. Nú verður hús byggt við þegar fullgerða götu og skal þá miðað við byggingarkostnað, þegar teikning er samþykkt í bygginganefnd.

Gjaldið fellur í eindaga einum mánuði eftir að framkvæmdum við viðkomandi götu eða götukafla, öðrum en við lagningu gangstétta, er lokið eða einum mánuði eftir samþykkt teikningar, ef um hús við fullgerða götu er að ræða. Greiða má 80% gjaldsins með skuldabréfum, sem greiðast með jöfnum afborgunum á næstu 4 árum. Skuldabréfin skulu vera með sömu kjörum og lán þau, er Byggðasjóður veitir til varanlegrar gatnagerðar og greiðast afborganir og vextir ásamt verðbótum á gjalddaganum 1. júlí ár hvert. Bæjarsjóði er heimilt að selja skuldabréfin. Lokagreiðsla af skuldabréfum skal ekki falla í gjalddaga fyrr en gangstétt hefur verið lögð við götu þá, sem viðkomandi fasteign er skráð við. Staðgreiði lóðarhafi álagt gatnagerðargjald skv. 10. gr., er heimilt að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10%, eftir ákvörðun bæjarráðs á hverjum tíma.

Bæjarstjórn er heimilt að fresta álagningu B-gjalds, ef um er að ræða íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega, sem engar eða litlar tekjur hafa aðrar en tryggingabætur, húsnæðið er af hæfilegri stærð og ekki nýtt til annars en íbúðar fyrir þá. Skilyrði fyrir frestun álagningar er, að gjaldinu verði þinglýst sem kvöð á viðkomandi eign og falli til álagningar í samræmi við þágildandi gjaldskrá, ef eigendaskipti verða eða aðstæður breytast á annan þann hátt, að forsendur frestunarinnar bresti.

 

III. KAFLI

Almenn ákvæði.

13. gr.

Í þeim tilvikum sem lagningu varanlegs slitlags var lokið fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, en frágangi gangstétta eigi lokið, skal greiða 20% gjalds skv. 10. gr. þegar frágangi gangstétta lýkur. Að öðru leyti skal innheimta gjaldið skv. 12. gr. eftir því sem við getur átt.

 

14. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla, og tekur einnig til vátryggingafjár hennar.

Frá eindaga gjaldsins greiðir gjaldandi hæstu dráttarvexti eins og þeir eru ákveðnir af Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, staðfestist hér með skv. lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld, sbr. lög nr. 31/1975, til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Jafnframt er úr gildi felld núgildandi samþykkt um gatnagerðargjald B í Akranes­kaupstað nr. 317/1984, dags. 22. júní 1984.

 

Félagsmálaráðuneytið, 2. maí 1985.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica