Fara beint í efnið

Prentað þann 3. maí 2024

Breytingareglugerð

141/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1165/2015, um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Viðbót við almenna hópundanþágu frá tilkynningarskyldu. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1237 frá 23. júlí 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 651/2014 um almenna hópundanþágu frá tilkynningarskyldu þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast innri markaðnum til beitingar á 107. og 108. gr. sáttmálans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 196/2022 frá 10. júní 2022.

2. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1237, sbr. h-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8/2023, frá 26. janúar 2023, bls. 443. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 196/2022 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 66/2022, 13. október 2022, bls. 47.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 32. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005 og öðlast þegar gildi.

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 2. febrúar 2023.

F. h. r.

Ingvi Már Pálsson.

Brynja Stephanie Swan.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.