Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

139/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Sjóðshappdrætti Háskóla Íslands, nr. 410 20. ágúst 1991.

1. gr.

2. gr. orðist svo:

Í happdrættinu eru gefnir út sjálfstæðir útgáfuflokkar, hver um sig auðkenndur með bókstöfum, einum eða fleiri. Bókstafirnir skulu prentaðir á framhlið happdrættismiðanna. Engar kvaðir eru á fjölda miða sem út eru gefnir í hverjum útgáfuflokki.

 

2. gr.

3. gr. orðist svo:

Á miðum hvers útgáfuflokks skal, auk auðkennis útgáfuflokks, koma fram verð miðans, dráttardagur og innlausnarfrestur vinninga. Á framhlið hvers miða skulu prentuð þrjú númer: aðalnúmer sem er sex stafa tala, fjögurra stafa tala og tveggja stafa tala. Aðalnúmer skulu vera í röð í hverju miðabúnti en hin tvö skulu vera afleiddar tölur með mikilli dreifingu. Númerin skulu prentuð með vel læsilegum tölustöfum,og aðalnúmerið auk þess með tölvutækum strikamerkingum.

 

3. gr.

4. gr. orðist svo:

Nýr flokkur happdrættismiða skal að jafnaði gefinn út vikulega, en heimilt er stjórn happdrættisins að breyta útgáfutíðni þannig að ein, tvær, þrjár eða fjórar vikur 1íði á milli útgáfuflokka.

Sölu hvers flokks skal að jafnaði ljúka á laugardegi og útdráttur skal fara fram sama dag.

 

4. gr.

5. gr. orðist svo:

Verð hvers happdrættismiða skal vera 200 krónur.

 

5. gr.

8. gr. breytist þannig:

a. 1. mgr. orðist svo:

Þegar miðar (búnt) eru afhentir til sölu skal aðalnúmer miðanna skráð í aðaltölvu happdrættisins.

b. 4. mgr. orðist svo:

Útgefnum miðum í tilteknum útgáfuflokki sem ekki höfðu selst þegar sölu var hætt, skal skilað til aðalskrifstofu happdrættisins innan fimm vikna frá því er útdráttur fór fram.

 

6. gr.

10. gr. orðist svo:

Af heildarsölu hvers útgáfuflokks skal helmingi varið til vinninga. Heildarfjárhæð vinninga í hverjum útgáfuflokki skiptist í þrjá hluta, þannig:

a. Í hlut þess sem hlýtur vinning vegna útdregins sex tölustafa númers koma 40% vinningsfjárhæðarinnar.

b. Í hlut þess eða þeirra sem hljóta vinning vegna útdregins fjögurra tölustafa númers koma 40% vinningsfjárhæðarinnar, þó þannig að enginn fái í Sinn hlut meira en 10% þessa hluta (4% vinningsfjárhæðarinnar).

c. Þeir sem hljóta vinning vegna útdreginna tveggja tölustafa númera skipta á milli sín 20% vinningsfjárhæðarinnar. Skulu dregin út fjögur tveggja tölustafa númer.

Ef sú fjárhæð sem ætluð er til vinnings samkvæmt b-lið 1. mgr. kemur ekki öll til ráðstöfunar leggst afgangurinn í sérstakan sjóð, lukkupott, sem varðveitist til útdráttar í næsta útgáfuflokki.

Þá er útdrætti vinningsnúmera í útgáfuflokki er lokið skal með sérstökum hætti ákveða hvort þeir fjármunir (ef einhverjir eru) sem varðveittir eru í sjóði (lukkupotti) frá næsta útgáfuflokki á undan skuli greiddir út. Verði niðurstaðan jákvæð bætist sjóðsfjárhæðin öll við vinningsfjárhæð þess sem hlotið hafði vinning samkvæmt a-1ið 1. mgr. Verði niðurstaðan hins vegar neikvæð geymist sjóðurinn, ásamt því sem ekki kemur til ráðstöfunar í útgáfuflokknum, sbr. 2. mgr., í lukkupottinum til útdráttar í næsta útgáfuflokki.

 

7. gr.

11. gr. orðist svo:

Útdráttur fyrsta vinnings (sex tölustafa vinningsnúmers) fer fram á skrifstofu happdrættis Háskóla Íslands og skal tölva þess notuð við útdráttinn. Einungis skal dregið úr númerum seldra miða.

Þegar útdráttur fer fram skal liggja fyrir hversu margir miðar voru prentaðir í hlutaðeig­andi útgáfuflokki, hversu margir þeirra voru seldir og hvaða miðar höfðu ekki selst.

Við útdráttinn skal nota sömu gögn og tæki og notuð eru við útdrátt í flokkahappdrætti Háskólans.

Útdráttur vinningsnúmera sem eru tveir eða fjórir tölustafir, svo og ákvörðun um úthlutun lukkupottsins, fer fram með notkun sérstakra snúningsskífa sem happdrættisráð samþykkir í því skyni.

Eftirlit með útdrætti skal vera í höndum fulltrúa happdrættisráðs. Niðurstöður útdráttar og aðrar upplýsingar um framkvæmd hans skal færa í gerðabók happdrættisráðsins og undirrita of fulltrúum happdrættisins og happdrættisráðsins.

 

8. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, sbr. lög nr. 23 5. maí 1986, öðlast gildi 29. apríl 1992.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. apríl 1992.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica