Viðskiptaráðuneyti

137/1994

Reglugerð um 5 - 50 kg rétthyrningslaga lóð og 1 - 10 kg sívöl lóð í millinákvæmnisflokki

1. gr.

Markmið og gildissvið.

Í reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit frá 1994, er kveðið á um aðferðir við gerðarviðurkenningu og frumsannprófun. Samkvæmt þeirri reglugerð er í þessari reglugerð settar tæknilegar kröfur um hönnun á rétthyrningslaga og sívölum lóðum í millinákvæmnisflokki.

Reglugerðin gildir um lóð í millinákvæmnisflokki af eftirfarandi málmassa:

1 ) Rétthyrningslaga lóð:

5 kg, 10 kg, 20 kg og 50 kg.

2) Sívöl lóð:

1 g, 2 g, 5 g, 10 g, 20 g, 50 g, 100 g, 200 g og 500 g og

1 kg, 2 kg, 5 kg og 10 kg.

3. gr.

Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð merkingu sem hér segir:

Frumsannprófun: (EBE-frumsannprófun) Aðferð, sem lýst er almennt í reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit. Í reglugerð þessari er um að ræða aðferð til að ganga úr skugga um að tiltekin lóð séu í samræmi við mælifræðilegar kröfur þessarar reglugerðar, m.a. um leyfilegt hámarksfrávik og merkingar.

Gerðarviðurkenning: (EBE-gerðarviðurkenning) Gerðarviðurkenning byggir á ítarlegri gerðarprófun, þar sem prófað hefur verið eftir skilgreindum kröfum. Gerðarviðurkenning er venjulega forsenda frumsannprófunar. Lóð þurfa ekki gerðarviðurkenningu.

4. gr.

Markaðssetning og merkingar.

Lóð sem mega hafa EBE-merki og tákn eru sýnd og þeim lýst í viðauka I. - IV. Þau þurfa ekki að fá gerðarviðurkenningu heldur eingöngu frumsannprófun.

Óheimilt að neita, banna eða takmarka að rétthyrningslaga eða sívöl lóð af millinákvæmnisflokki séu sett á markað eða tekin í notkun ef á lóðunum er frumsannprófunarmerki.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 2. tölul. IX. kafla, II.viðauka og tilskipun 71/317/EBE um 5 - 50 kg rétthyrningslaga lóð í millinákvæmnisflokki og 1 - 10 kg sívöl lóð í millinákvæmnisflokki, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

 

 

VIÐAUKI I.

RÉTTHYRNINGSLAGA LÓÐ.

1. Lögun, smíðaefni og framleiðsluaðferð.

1.1 Lóðin skulu vera rétthyrningslaga og með föstu handfangi sem stendur ekki út úr.

1.2. Efni sem nota á:

1.2.1. Lóðið sjálft: grátt steypujárn.

1.2.2. Gerð 1: handfang úr saumlausu stálröri með stöðluðu þvermáli.

Gerð 2: handfang úr steypujárni sem er áfast lóðinu.

2. Stillihólf.

Gerð 1.

2.1. Hólfið er inni í rörlaga handfanginu.

2.2. Hólfið er lokað af með skrúfu úr dregnu látúni eða látúnsskrúfu sem er eins og slétt skífa. Á skrúfunni er rauf fyrir skrúfjárn en fyrir miðju á sléttu skífunni er hola þar sem ná má taki á skífunni til að draga hana út

2.3. Skrúfan er innsigluð með blýloki sem gengur inn í hringlaga gróp eða inn í skrúfgang á handfanginu.

Gerð 2.

2.4. Hólfið er í öðrum stöpli lóðsins og er opnanlegt ofan á honum.

2.5. Hólfinu er lokað með lítilli plötu úr mjúku stáli.

2.6. Stálplatan er innsigluð með blýkúlu sem gengur inn í rauf eins og sýnt er í viðauka II.

3. Stilling.

3.1. Þegar nýtt lóð hefur verið stillt með blýhagli skulu tveir þriðju hlutar stillihólfs vera tómir.

4. Staðsetning á merki um frumsannprófun.

4.1. Merki um endanlega sannprófun er þrykkt á blýinnsiglið við stillihólfið.

5. Merkingar og sérstök tákn.

5.1. Tölur sem sýna málmassa, svo og auðkenni framleiðanda skulu vera ofan á miðhluta lóðsins, grafin í það eða upphleypt

5.2. Málmassi lóðsins skal tilgreindur á eftirfarandi hátt: 5 kg, 10 kg, 20 kg, 50 kg.

6. Mál og frávik.

6.1. Mælt er fyrir um málin sem farið skal eftir fyrir lóð af mismunandi þyngd í viðauka II (málin eru gefin í millímetrum).

6.2. Vikmörk fyrir hin ýmsu lengdarmál lóðsins eru eins og viðtekið er í slíkum framleiðsluiðnaði.

7. Heimiluð hámarksfrávik.

Málmassi

Heimiluð hámarksfrávik við
frumsannprófun í
millígrömmum

5 kg

10 kg

20 kg

50 kg

+ 800
- 0
+ 1600
- 0
+ 3200
- 0
+ 8000
- 0

8. Áferð.

8.1. Ef nauðsyn krefur skulu lóð varin gegn ryði með því að þekja þau með efni sem ver þau gegn skemmdum vegna slits og högga.

 

 

VIÐAUKI II.

RÉTTHYRNINGSLAGA LÓÐ.

nr_137_1994_mynd1 

 

VIÐAUKI III.

SÍVÖL LÓÐ.

1. Lögun, smíðaefni og framleiðsluaðferð.

1.1. Sívalningur með flötu, hnapplaga handfangi.

1.2. Efni sem nota á: sérhvert efni með eðlismassa 7 til 9,5 g/sm3, með hörku sem er jafn mikil og í steypulátúni hið minnsta, ekki ryðgjarnara eða hættara við að molna en grátt steypujárn og með yfirborðsflöt sem er sambærilegur við steypujárn sem er vandlega steypt í móti úr fínum sandi.

Ekki skal nota grátt steypujárn í lóð sem hefur minni málmassa en 100 g.

1.3. Framleiðsluaðferð skal miðast við það efni sem lóðið er úr.

2. Stillihólf.

2.1. Hólfið skal vera sívalt og stærra að ummáli í efsta hluta þess.

2.2. Hólfið skal lokað af með skrúfu úr dregnu látúni eða látúnsskrúfu sem er eins og slétt skífa. Á skrúfunni er rauf fyrir skrúfjárn en fyrir miðju á sléttu skífunni er hola þar sem ná má taki á skífunni til að draga hana út.

2.3. Skrúfan skal innsigluð með blýloki sem gengur inn í hringlaga gróp sem holuð hefur verið í víðari hluta hólfsins.

2.4. Ekki er þörf á stillihólfi í 1, 2, 5 og 10 g lóðum.

2.5. Frjálst er hvort stillihólf er í 20 og 50 g lóðum.

3. Stilling.

3.1. Þegar nýtt lóð hefur verið stillt með blýhagli skulu tveir þriðju hlutar stillihólfs vera tómir.

4. Staðsetning á merki um frumsannprófun.

4.1. Merki um endanlega sannprófun skal þrykkt á blýinnsiglið við stillihólfið. 4.2. Hafi lóðið ekki stillihólf skal merkinu þrykkt neðan á það.

5. Merkingar og sérstök tákn.

5.1. Tölur sem sýna málmassa, svo og auðkenni framleiðanda skulu vera ofan á handfangi lóðsins, grafin í það eða upphleypt

5.2. Málmassa lóðsins má þó tilgreina á sjálfu lóðinu ef það er 500 g til 10 kg.

5.3. Málmassi skal nefndur á eftirfarandi hátt:

1 g, 2 g, 5 g, 10 g, 20 g, 50 g, 100 g, 200 g, 500 g,

1 kg, 2 kg, 5 kg, 10 kg.

6. Mál og frávik.

6.1. Mælt er fyrir um málin sem farið skal eftir fyrir lóð af mismunandi þyngd í auka IV. (málin eru gefin í millímetrum).

6.2. Vikmörk fyrir hin ýmsu lengdarmál lóðsins eru eins og viðtekið er í slíkum framleiðsluiðnaði.

7. Heimiluð hámarksfrávik.

Málmassi

Heimiluð hámarksfrávik í
millígrömmum við frumsannprófun

1 g

2 g

5 g

10 g

20 g

50 g

100 g

200 g

500 g

1 kg

2 kg

5 kg

10 kg

+ 5
- 0
+ 5
- 0
+ 10
- 0
+ 20
- 0
+ 20
- 0
+ 30
- 0
+ 30
- 0
+ 50
- 0
+ 100
- 0
+ 200
- 0
+ 400
- 0
+ 800
- 0
+ 1600
- 0

8. Áferð.

8.1. Ef nauðsyn krefur skulu lóð varin gegn ryði með því að þekja þau með efni sem ver þau gegn skemmdum vegna slits og högga; þau má fægja.

 

 

VIÐAUKI IV

SÍVÖL LÓÐ

 

Merki um gerðarviðurkenningu fyrir tæki sem ekki er krafist frumsannprófunar fyrir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica