Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Stofnreglugerð

136/1992

Reglugerð um dánarskrár, gerðabækur og málaskrár vegna skipta á dánarbúum o.fl.

I. KAFLI Dánarskrá og varðveisla sýslumanna á gögnum sem varða dánarbú.

1. gr.

Við hvert sýslumannsembætti skal haldin dánarskrá, eftir atvikum tölvufærð. Í dánarskrá skal jafnan færa eftirfarandi atriði eftir því sem við getur átt:

  1. Númer sem dánarbú fær í skránni.
  2. Nafn þess látna, kennitölu og dánardag.
  3. Síðasta lögheimili þess látna, svo og fastan búsetustað við andlátið sé hann annar en lögheimili.
  4. Upplýsingar um hjúskaparstöðu þess látna, svo og hvort hann hefur haft leyfi til setu í óskiptu búi.
  5. Nöfn og heimilisföng lögerfingja eftir þann látna, hvernig þeir tengjast honum og eftir atvikum hver er lögráðamaður erfingja.
  6. Upplýsingar um tilvist erfðaskrár eftir þann látna, hvers efnis hún er og hvar hún er varðveitt.
  7. Upplýsingar um helstu eignir dánarbúsins og hver fer með umráð þeirra.
  8. Hver tilkynnir andlátið, tengsl hans við þann látna, heimilisfang tilkynnanda og kennitölu, enda berist ekki upplýsingar um andlátið frá þjóðskrá.
  9. Hvenær andlátið er tilkynnt og hverju sönnunargagni er framvísað um það.
  10. Athugasemdir sem tilkynnandi andláts kann að gera um upplýsingar varðandi þann látna í sönnunargagni um andlátið.

Í dánarskrá skal einnig færa eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á, um aðgerðir sýslumanns vegna dánarbús og málalok:

  1. Heimildir sem sýslumaður veitir til að ráðstafa tilteknum eignum dánarbús.
  2. Heimildir sem sýslumaður veitir til að leita upplýsinga um eignir eða skuldbindingar dánarbús.
  3. Könnun sýslumanns sjálfs á eignastöðu dánarbús skv. 10. gr. skiptalaga.
  4. Vörslutöku eigna, skipun sérstaks lögráðamanns eða málsvara vegna skiptanna og tilnefningu matsmanns til að verðleggja eignir dánarbús, en þetta skal gert með vísan til færslu í gerðabók um þessi atriði.
  5. Hvenær skráning og eftir atvikum mat hefur farið fram á eignum eða skuldbindingum dánarbús.
  6. Sendingu áskorunar til erfingja skv. 32. gr. skiptalaga.
  7. Lok skipta vegna eignastöðu dánarbús skv. 25. gr. skiptalaga, hvenær þau málalok verða, hver veitir þær upplýsingar sem málalokin eru byggð á og hver kennitala hans er.
  8. Lok skipta vegna eignastöðu dánarbús skv. 26. gr. skiptalaga og hvenær þau málalok verða.
  9. Veitingu leyfis til setu í óskiptu búi og eftir atvikum niðurfellingu slíks leyfis með tilgreiningu viðeigandi dagsetninga.
  10. Veitingu leyfis til einkaskipta á dánarbúi ásamt dagsetningu þess, hvort leyfi er skilyrt, hver frestur er veittur til að ljúka skiptum og hvort og þá hvenær slíkt leyfi er fellt niður.
  11. Lok einkaskipta og tilvísun til númers erfðafjárskýrslu.
  12. Kröfu um opinber skipti, hver setur hana fram og hvenær, úrskurð um opinber skipti. skipun skiptastjóra til að annast þau og hvenær þeim lýkur.

Í dánarskrá skal að auki færa aðrar upplýsingar eða athugasemdir sem þykja horfa til skýringa hverju sinni.

2. gr.

Nú tekur umboðsmaður sýslumanns við dánartilkynningu, og skal hann þá færa upplýsingar skv. 1. gr. á eyðublað fyrir dánarskrá og framsenda sýslumanni það þegar í stað ásamt þeim gögnum um dánarbúið sem hann hefur tekið við. Sýslumaður skrásetur þá viðeigandi upplýsingar í dánarskrá sína við móttöku þess eyðublaðs.

Nú tekur annar sýslumaður en sá, sem skiptin eiga undir, við dánartilkynningu, og skal þá farið að með sama hætti og segir í 1. mgr. Upplýsingar skv. 1. gr. skulu ekki færðar í dánarskrá þess sýslumanns sem tekur við andlátstilkynningu.

Sá sýslumaður, sem skiptin eiga undir, gefur hverja dánarbúi númer úr óslitinni röð innan hvers árs, sem tekur þá mið of dánarári.

3. gr.

Ef dánarskrá sýslumanns er tölvufærð skal, þegar andlát er tilkynnt, prenta út yfirlit um þau atriði skv. 1. gr., sem liggja þegar fyrir, og láta tilkynnanda undirrita. Slík yfirlit skulu síðan varðveitt í skjalamöppum og skal þeim raðað eftir stafrófsröð nafna látinna. Með hverju yfirliti skulu fylgja skjöl, sem sýslumanni eru afhent vegna viðkomandi dánarbús, svo og afrit bréfa eða tilkynninga sem sýslumaður lætur frá sér fara vegna þess og eftirrit úr gerðabók um aðgerðir sem varða það.

Nú er dánarskrá ekki tölvufærð, og skal þá færa upplýsingar skv. 1. gr. vegna hvers dánarbús á eyðublað, sem verður þá varðveitt eins og yfirlit skv. 1. mgr. Að auki skal þá haldin spjaldskrá yfir dánarbú, þar sem eftirfarandi verður greint:

  1. Nafn þess látna, kennitala, síðasta heimilisfang og dánardagur.
  2. Hvernig og hvenær skiptum lýkur.

4. gr.

Afrit skulu tekin of tölvufærðri dánarskrá ekki sjaldnar en vikulega, en þó ekki nema sýslumanni hafi borist tíu andlátstilkynningar frá því síðasta afrit var tekið.

5. gr.

Upplýsingar verða ekki veittar úr dánarskrá og eftirrit ekki látin of hendi of gögnum, sem sýslumaður hefur tekið við eða gert vegna dánarbús, nema sá, sem leitar eftir slíku, hafi lögvarinna hagsmuna að gæta að mati sýslumanns.

II. KAFLI Gerðabækur sýslumanna.

6. gr.

Sýslumaður skal halda gerðabók vegna skipta á dánarbúum og skal form hennar vera annaðhvort:

  1. Handrituð bók með tölusettum blaðsíðum, þar sem sýslumaður hefur r~tað á titilsíðu að um gerðabók sé að ræða til þessara nota.
  2. Vélrit eða útprentun úr tölvu á laus blöð, sem eru þá undirrituð of þeim sem annast aðgerð, en slík blöð skulu varðveitt í lausblaðabókum eða öskjum, þar sem þeim er raðað eftir dagsetningu aðgerða.

III. KAFLI Skrár héraðsdómstóla um opinber skipti og ágreiningsmál.

7. gr.

Við hvern héraðsdómstól skal haldin skrá um kröfur um opinber skipti, sem berast honum, og skal þar færa eftirfarandi atriði:

  1. Hvenær krafa berst.
  2. Nafn, kennitölu og heimilisfang þess, sem hefur kröfuna uppi.
  3. Á hverju er krafist opinberra skipta.
  4. Hvenær krafa er tekin fyrir á dómþingi.
  5. Hver afdrif kröfunnar verða og hvenær.
  6. Nafn skiptastjóra, ef krafa er tekin til greina, og hvenær skiptum lýkur.

8. gr.

Við héraðsdóm skal að auki halda skrá um ágreiningsmál, sem eru rekin skv. 5. þætti skiptalaga, og skal þar færa eftirfarandi atriði:

  1. Móttökudag kröfu um úrlausn ágreinings.
  2. Nafn sóknaraðila, varnaraðila og umboðsmanna þeirra.
  3. Hvaða dánarbú, fjárslit eða félagsslit málið varðar.
  4. Hvert ágreiningsefnið er.
  5. Hver annast afgreiðslu máls við dómstólinn. 6. Hvernig og hvaða dag máli lýkur.

IV. KAFLI Gildistaka o.fl.

9. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 9. gr. og 132. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20 23. mars 1991, öðlast gildi 1. júlí 1992.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 13. apríl 1992.

Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn A. Jónsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.