Fjármálaráðuneyti

134/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti, með breytingum skv. reglugerðum nr. 588/1996 og 375/1997.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

a.             2. tölul. 2. mgr. orðast svo: Aðila sem skráðir eru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign.

b.             Við 2. mgr. bætast tveir nýir töluliðir er verða 7. og 8. tölul. og orðast svo:

1.             Hlutafélaga skv. lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og samvinnufélaga skv. lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög.

2.             Aðila sem eru að endurhefja starfsemi, þ.e. hafa áður verið skráðir á virðisaukaskattsskrá vegna sömu eða sams konar starfsemi og gert upp skv. 1. gr.

c.             5. mgr. orðast svo:

Aðila sem gerir upp virðisaukaskatt skv. 1. mgr. er heimilt að gera skil á virðisaukaskatti viðkomandi árs á gjalddaga þess almenna uppgjörstímabils sem starfsemi lýkur á.

d.             Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:

                Hafi aðili sem notar almanaksárið sem uppgjörstímabil sætt áætlun virðisaukaskatts vegna undanfarins almanaksárs skal hann gera upp virðisaukaskatt næsta almanaksárs þar á eftir samkvæmt almennum uppgjörstímabilum, sbr. 1. gr. Skattstjóri skal tilkynna aðila um breytt uppgjörstímabil samkvæmt þessu ákvæði.

2. gr.

Í stað orðanna „uppgjör skv. 4. eða 5. mgr. 3. gr.“ í 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: uppgjör skv. 4. mgr. 3. gr., uppgjör skv. lokamálslið 2. gr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

a.             Á eftir orðinu landbúnaðarskrá í 3. málsl. 1. mgr. kemur: og aðila í nytjaskógrækt skv. 2. málsl. 2. gr.

b.             Í stað orðanna „15. mars“ í 2. málsl. 2. mgr. 8. gr. kemur: 5. febrúar.

4. gr.

4. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skattstjóri má aðeins samþykkja endurgreiðslu til skattaðila sem gera upp virðisaukaskatt skv. 3. gr. ef meðfylgjandi virðisaukaskattsskýrslu er afrit af ársreikningi eða hreyfingarlistar inn- og útskatts eða ljósrit af bókhaldshefti skv. 28. gr. reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.

5. gr.

Orðin „eða 5.“ í 2. mgr. 15. gr. falla brott.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 24. og 1. mgr. 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Ákvæði d-liðar 1. gr. og b-liðar 3. gr. gilda ekki um ársuppgjör virðisaukaskatts á árinu 1999 vegna viðskipta ársins 1998.

Fjármálaráðuneytinu, 17. febrúar 1999.

F. h. r.

Jón Guðmundsson.

________________

Hermann Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica