Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1339/2019

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

 1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 frá 21. október 2009 um heil­brigðis­reglur að því er varðar auka­afurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætl­aðar til manneldis og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1774/2002 (reglugerð um auka­afurðir úr dýrum). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1152 og einnig sem fylgi­skjal I við reglugerð þessa.
 2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um fram­kvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 203 og einnig sem fylgiskjal II við reglugerð þessa.
 3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 749/2011 frá 29. júlí 2011 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýra­afurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1185 og einnig sem fylgiskjal III við reglugerð þessa.
 4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1063/2012 frá 13. nóvember 2012 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleidd­ar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. sept­ember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1205 og einnig sem fylgiskjal IV við reglugerð þessa.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1097/2012 frá 23. nóvember 2012 um breytingu, með tilliti til sendinga á aukaafurðum úr dýrum og afleiddum afurðum milli aðildarríkjanna, á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópu­þings­ins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskip­unar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heil­brigðis­eftirliti með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 182/2013, frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 165 og einnig sem fylgiskjal V við reglugerð þessa.
 6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 294/2013 frá 14. mars 2013 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðs­ins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirlit með dýrum og dýraafurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 198/2015, frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1223 og einnig sem fylgiskjal VI við reglugerð þessa.
 7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 717/2013 frá 25. júlí 2013 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar upplýsingar um velferð dýra í tilteknum fyrir­myndum að heilbrigðisvottorðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 199/2015, frá 25. september 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1280 og einnig sem fylgiskjal VII við reglugerð þessa.
 8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 555/2013 frá 14. júní 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar umflutning á tilteknum aukaafurðum úr dýrum frá Bosníu og Hersegóvínu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1213 og einnig sem fylgiskjal VIII við reglugerð þessa.
 9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 592/2014 frá 3. júní 2014 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar notkun aukaafurða úr dýrum og afleiddra afurða sem elds­neyti í brennsluverum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 197/2015, frá 25. september 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1215 og einnig sem fylgiskjal IX við reglugerð þessa.
 10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/9 frá 6. janúar 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur, að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, og um framkvæmd tilskipunar ráðsins 97/78/EB að því er varðar tiltekin sýni og hluti sem eru undanþegin heilbrigðiseftirliti með dýrum og dýra­afurðum á landamærum samkvæmt þeirri tilskipun. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 200/2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1298 og einnig sem fylgiskjal X við reglugerð þessa.
 11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/172 frá 1. febrúar 2017 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar vinnslubreytur fyrir ummyndun aukaafurða úr dýrum í lífgas eða moltu, skilyrði fyrir innflutningi á gæludýrafóðri og fyrir útflutningi á unnum húsdýraáburði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar  nr. 155/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 71.
 12. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/786 frá 8. maí 2017 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar skilgreiningar á fiskimjöli og fiskilýsi. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 429.
 13. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/893 frá 24. maí 2017 um breytingu á I. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 og X., XIV. og XV. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar ákvæði um unnið dýraprótín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­­legu EES-nefndarinnar nr. 211/2017, frá 15. desember 2017. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 1.
 14. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1261 frá 12. júlí 2017 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar staðgönguaðferð við vinnslu á tiltekinni bræddri fitu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 368.
 15. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1262 frá 12. júlí 2017 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar notkun húsdýraáburðar úr alidýrum sem elds­neyti í brennsluverum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 4/2018, frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 172.
 16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1084 frá 25. júní 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar samræmingu á skrá yfir sam­þykkt eða skráð fyrirtæki, stöðvar, rekstraraðila og rekjanleika tiltekinna aukaafurða úr dýr­um og afleiddra afurða. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 249/2019, frá 25. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92, frá 14. nóvember 2019, bls. 56.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 17. gr. a laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, öll með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. desember 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica