Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

132/2013

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 246, 19. febrúar 2008, um vigtun og skráningu meðafla við veiðar á uppsjávarfiski. - Brottfallin

1. gr.

Í 1. gr. reglugerðarinnar falla niður orðin "með vörpu".

2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og lögum nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. febrúar 2013.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica