Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

1309/2023

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við reglugerðina:

  1. Eftirfarandi breytingar verða á mengunarmarkaskrá:
EB-nr. CAS-nr. Efni Mengunarmörk Ath. Nr.
Fyrir 8 tíma Þakgildi
ppm mg/m³ ppm mg/m³
200-753-7 71-43-2 Bensen 0,2 0,66     H, K  
203-466-5 107-13-1 Akrýlnítril 0,45 1 1,8 4 H, K og næming húðar  
- - Nikkelsambönd - 0,01 - - K og næming húðar og öndunarfæra 39)
- 0,05 - -   40)
204-826-4 127-19-5 N,N-dímetýlasetamíð 10 36 20 72 H, K  
202-716-0 98-95-3 Nítróbensen 0,2 1 - - H, K  
200-679-5 68-12-2 N,N-dímetýlformamíð 5 15 10 30 H, K  
203-713-7 109-86-4 2-metoxýetanól 1 - - - H, K  
203-772-9 110-49-6 2-metoxýetýlasetat 1 - - - H, K  
203-804-1 110-80-5 2-etoxýetanól 2 8 - - H, K  
203-839-2 111-15-9 2-etoxýetýlasetat 2 11 - - H, K  
212-828-1 872-50-4 1-metýl-2-pýrrólídón 10 40 20 80 H, K  

 

  1. Á eftir 38. tölul. í lista yfir athugasemdir við mengunarmarkaskrá og samantekt á efnum sem hafa mengunarmörk fyrir örfínt ryk og þræði koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Lungnablöðruhluti, mældur sem nikkel.
    2. Innandanlegur, mældur sem nikkel.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/431 frá 9. mars 2022 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um verndun starfs­manna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2023, öðlast þegar gildi.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 29. nóvember 2023.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica