Fara beint í efnið

Prentað þann 29. apríl 2024

Breytingareglugerð

1294/2023

Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.

1. gr.

Stafliðir 1. gr. reglugerðarinnar verða töluliðir, merktir með viðeigandi tölum.

2. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, 31-32, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1434 frá 25. apríl 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, að því er varðar að bæta athugasemdum við lið 1.1.3 í 1. hluta VI. viðauka, í því skyni að laga hana að tæknilegum og vísindalegum framförum, sem vísað er til í tölulið 12zze, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 265/2023, þann 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 450-452.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1435 frá 2. maí 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna að því er varðar að breyta færslum í 3. hluta VI. viðauka um 2-etýlhexansýru og sölt hennar, bórsýru, díbórtríoxíð, tetrabórdínatríumheptaoxíðhýdrat, dínatríumtetrabórat, vatnsfrítt, ortóbórsýru, natríumsalt, dínatríumtetrabóratdekahýdrat og dínatríumtetrabóratpentahýdrat, sem vísað er til í tölulið 12zze, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 265/2023, þann 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 453-456.

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1434 frá 25. apríl 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, að því er varðar að bæta athugasemdum við lið 1.1.3 í 1. hluta VI. viðauka, í því skyni að laga hana að tæknilegum og vísindalegum framförum.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1435 frá 2. maí 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna að því er varðar að breyta færslum í 3. hluta VI. viðauka um 2-etýlhexansýru og sölt hennar, bórsýru, díbórtríoxíð, tetrabórdínatríumheptaoxíðhýdrat, dínatríumtetrabórat, vatnsfrítt, ortóbórsýru, natríumsalt, dínatríumtetrabóratdekahýdrat og dínatríumtetrabóratpentahýdrat.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 23. nóvember 2023.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.