Fjármálaráðuneyti

129/1981

Reglugerð um breyting á reglugerð nr.95 14.ágúst 1962 um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 95 14. ágúst 1962 um

sameiginlega innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík.

1.gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

a) Opinber gjöld samkvæmt gjaldheimtuseðli skulu greidd á tíu gjalddögum á ári hverju. Eru

gjalddagarnir fyrsti dagur hvers mánaðar nema mánuðina janúar júlí.

Þar til álagning liggur fyrir skal hver gjaldandi greiða á hverjum gjalddaga sama hlutfall af opinberum gjöldum fyrra árs og fjármálaráðherra ákveður í reglugerð, sbr. 110. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 49. gr. laga nr. 7/1980.

Gjaldanda er heimilt að sækja um lækkun á þeirri fjárhæð opinberra gjalda sem honum hefur verið gert að greiða fram að álagningu skv. 2. mgr. þessa stafliðs. Um slíka umsókn skulu gilda, eftir því sem við eiga, ákvæði reglugerðar nr. 12/1981 um innheimtu þinggjaIda fram að álagningu 1981.

b) Álögð gjöld, að frádregnu því sem greiða ber fram að álagningu skv. a. lið þessarar

greinar, skal greiða með sem næst jöfnum greiðslum á þeim gjalddögum sem eftir eru af árinu

þegar álagning fer fram.

c) Allar greiðslur samkvæmt þessari grein skulu inntar af hendi i heilum krónum.

d) Vangreiðsla á hluta gjalda samkvæmt þessari grein, veldur því að öll gjöld gjaldandans falla í eindaga 15 dögum eftir gjalddagans, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 68/1962 um heimild til sameiginlegrar innheimtu opinberra gjalda sbr. og 4. mgr. 109. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum og öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytið, 26. febrúar 1981.

F. h. r.

Höskuldur Jónsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica