Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfisráðuneyti

1289/2007

Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 208/2005 frá 4. febrúar 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 466/2001 að því er varðar fjölhringa, arómatísk vetniskolefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 22 frá 10. mars 2006.

Gerðin er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

2. gr.

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt nema annað sé ákvarðað samkvæmt lögum eða sérreglum.

3. gr.

Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum samanber og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunar­varnir.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli samanber og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 17. desember 2007.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica