Heilbrigðisráðuneyti

1282/2025

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1020/2023 um miðlægan gagnagrunn lyfjakorta.

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein svohljóðandi:

Lyfjafræðingum sem starfa á heilbrigðisstofnunum og í lyfjabúðum er heimilt að gera eftirfarandi breytingar á miðlægu lyfjakorti einstaklings:

  1. Flokka lyfjaávísanir í viðeigandi flokka, sbr. 8. gr., í samráði við útgefanda lyfjaávísunar.
  2. Ógilda lyfjaávísun ef til staðar er önnur lyfjaávísun upp á sama styrkleika, lyfjaform og virkt innihaldsefni, ef það hefur ekki áhrif á meðferð.
  3. Skrá upplýsingar um við hverju lyf er notað, þ.e. ábending lyfs samkvæmt skilmálum markaðsleyfis hér á landi, í samráði við útgefanda lyfjaávísunar.
  4. Loka lyfjaávísun á lyf sem sjúklingur er hættur að nota eða ætlar sér ekki að nota, í samráði við sjúkling.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 82. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 11. nóvember 2025.

Alma D. Möller.

Sigurður Kári Árnason.

B deild - Útgáfudagur: 1. desember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica