Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

128/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 73/2013 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - Brottfallin

1. gr.

9. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðist svo:

Almennur leiðréttingarstuðull.

Almennur leiðréttingarstuðull á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2020 kemur fram í viðauka við reglugerð þessa.

2. gr.

Við 21. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

 

e)

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/447/ESB frá 5. september 2013 um staðlaða stuðulinn fyrir nýtingu afkastagetu skv. 2. mgr. 18. gr. ákvörðunar 2011/278/ESB, sem vísað er til í tölulið 21alca, III. kafla, XX. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2013, frá 13. desember 2013, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samn­ings­ins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Ákvörðunin er birt í fylgiskjali 4 við reglugerð þessa.3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. mgr. 10. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 17. janúar 2014.

F. h. r.

Stefán Thors.

Hugi Ólafsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica