Innanríkisráðuneyti

1263/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.

1. gr.

12. gr. breytist þannig:

Orðið "og" í enda 4. töluliðar a-liðar fellur niður.

5. töluliður a-liðar fellur niður, 6. töluliður færist upp og verður 5. töluliður a-liðar.

Nýr 5. töluliður orðist svo: lágmarksfjarlægð milli ása vagnlestar sé í samræmi við reglur sem veghaldari setur.

2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða breytist þannig:

Í stað "1. janúar 2012" komi: 1. janúar 2014.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 75. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og tekur gildi þann 1. janúar 2012.

Innanríkisráðuneytinu, 23. desember 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica