1258/2025
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 605/2021 um skráningarkerfi með losunarheimildir.
1. gr.
Við 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/1253 frá 11. febrúar 2025 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar rekstur á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölulið 21 anb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 220/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 490-495.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 18. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir nr. 96/2023, öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 28. nóvember 2025.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025