Velferðarráðuneyti

1252/2018

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "56 kr." í 1. tölulið 2. mgr. kemur: 58 kr.
  2. Í stað "82 kr." í 4. tölulið 2. mgr. kemur: 83 kr.
  3. Í stað "622 kr." í 4. mgr. kemur: 623 kr.

2. gr.

15. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Sjúkratryggingum Íslands er heimilt, sbr. IV. kafla laga um sjúkratryggingar, að semja við heil­brigðis­stofnun um að taka að sér þann þátt sjúkratrygginga sem lýtur að greiðslu kostnaðar vegna leyfisskyldra lyfja, "S"-merktra lyfja í lyfjaverðskrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd, og lyfja sem gefin eru á göngudeild eða dagdeild og inniliggjandi sjúklingum á heilbrigðisstofnunum.

Sjúkratryggður einstaklingur greiðir ekkert gjald vegna "S"-merkts lyfs sem lyfjagreiðslunefnd hefur samþykkt greiðsluþátttöku fyrir, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd. 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga um sjúkra­tryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2019.

Velferðarráðuneytinu, 14. desember 2018.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.

Áslaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica