Fara beint í efnið

Prentað þann 29. apríl 2024

Breytingareglugerð

1251/2023

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast sjö nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1525 frá 13. september 2022 um leyfi fyrir L-lýsínmónóhýdróklóríði og L-lýsínsúlfati, sem eru framleidd með gerjun með Corynebacterium glutamicum CGMCC 14498, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 56.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/669 frá 22. mars 2023 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii DSM 33574, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis og allar tegundir alifugla sem eru aldar til varps og til undaneldis (leyfishafi er BioResource, international, Inc., fulltrúi hans hjá Sambandinu er Pen & Tec Consulting, S.L.U.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 199/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 197.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/651 frá 20. mars 2023 um leyfi fyrir ríbóflavíni (B2-vítamíni), sem er framleitt með Bacillus subtilis KCCM 10445, og blöndu með ríbóflavíni, sem er framleitt með Bacillus subtilis KCCM 10445, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 199/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 190.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/649 frá 20. mars 2023 um leyfi fyrir L-arginíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum CGMCC 20516, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 199/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 184.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/366 frá 16. febrúar 2023 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Bacillus velezensis ATCC PTA-6737 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla nema til varps, leyfi fyrir því fyrir skrautfugla, um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 306/2013, framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 787/2013, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1020, framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2276 og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 107/2010 og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 885/2011 (leyfishafi: Kemin Europa N.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 198/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 96.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/60 frá 5. janúar 2023 um leyfi fyrir tengdum línólsýru-(t10, c12)-metýlestra sem fóðuraukefni fyrir eldissvín og mjólkurkýr (leyfishafi: BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 78.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/585 frá 15. mars 2023 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2022/1452 um leyfi fyrir 3-etýlsýklópentan-1,2-díóni, 4-hýdroxý-2,5-dímetýlfúran-3(2H)-óni, 4,5-díhýdró-2-metýlfúran-3(2H)-óni, evgenóli, 1-metoxý-4-(próp-1(trans)-enýl)benseni, a-pentýlsinnamaldehýði, a-hexýlsinnamaldehýði og 2-asetýlpýridíni sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 199/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 141.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 14. nóvember 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.