Atvinnuvegaráðuneyti

1241/2025

Reglugerð um (30.) breytingu á reglugerð nr. 900/2018 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (esb) 2017/2470 um að koma á fót skrá sambandsins yfir nýfæði í samræmi við reglugerð evrópuþingsins og ráðsins (esb) 2015/2283 um nýfæði.

1. gr. 

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast þrír töluliður, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/682 frá 8. apríl 2025 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar nákvæmar skilgreiningar á nýfæðinu repjufræsduft, fitusneytt að hluta til, úr Brassica rapa L. og Brassica napus L. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233/2025 frá 24. október 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75 frá 27. nóvember 2025, bls. 308.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/688 frá 9. apríl 2025 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun á nýfæðinu olíu úr Schizochytrium sp. (FCC-3204). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233/2025 frá 24. október 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75 frá 27. nóvember 2025, bls. 312.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/691 frá 9. apríl 2025 um leyfi til að setja á markað sveppaduft með D2-vítamíni sem nýfæði og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233/2025 frá 24. október 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75 frá 27. nóvember 2025, bls. 316.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 27. nóvember 2025.

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Katarina Tina Nikolic.

B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica