Leita
Hreinsa Um leit

Dómsmálaráðuneyti

122/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017.

1. gr.

Á eftir 32. gr. c reglugerðarinnar bætist við ný grein, 32. gr. d, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 4. mgr. 23. gr. laga um útlendinga skal umsóknum barna skv. 37. og 39. gr. laganna svarað innan 16 mánaða.

Þrátt fyrir 1. málsl. 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga er heimilt að veita barni, sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 16 mánaða frá því að það sótti fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 23. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 17. febrúar 2020.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Bryndís Helgadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica