Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

122/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr. Innleiðing.

Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi töluliður:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1329 frá 31. júlí 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar starfrækslu flugrekenda í Sambandinu á loftförum sem eru skráð í þriðja landi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 226 frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt á bls. 1794 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 63 frá 15. október 2015.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Ákvæði d-liðar ORO.AOC.110, sem sett eru fram í ii. lið b-liðar 2. liðar í viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1329, koma til framkvæmda 25. ágúst 2017.

Innanríkisráðuneytinu, 2. febrúar 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Björn Freyr Björnsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.