Atvinnuvegaráðuneyti

1211/2025

Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar evrópuþingsins og ráðsins (eb) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast ellefu nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/630 um leyfi fyrir ilmkjarnaolíu frá Pelargonium graveolens L'Hèr., eucalyptus ilmkjarnaolíu frá Eucalyptus globulus Labill. og sítrónugrass ilmkjarnaolíu úr Cymbopogon flexuosus (Nees ex Steud.) Will. Watson sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 69.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/634 frá 1. apríl 2025 um leyfi fyrir L-arginíni, sem er framleitt með Escherichia coli CGMCC 7.401, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 80.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/647 frá 2. apríl 2025 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/913 og um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2022/1471 um leyfi fyrir lantankarbónatoktahýdrati með kenninúmerunum 4d1 og 4d23, eftir því sem við á, sem fóðuraukefni fyrir ketti. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 84.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/714 frá 10. apríl 2025 um leyfi fyrir indígókarmíni sem fóðuraukefni fyrir ketti, hunda og skrautfiska. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 89.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/708 frá 11. apríl 2025 um leyfi fyrir natríumferrósýaníði og kalíumferrósýaníði sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1810/2005. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 93.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/720 frá 15. apríl 2025 um leyfi fyrir blöndu með Lentilactobacillus buchneri DSM 32651 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 98.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/752 frá 16. apríl 2025 um endurnýjun á leyfi fyrir L-týrósíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 101/2014. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 101.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/756 frá 16. apríl 2025 um leyfi fyrir L-valíni, sem er framleitt með Escherichia coli CGMCC 22721, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 105.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/782 frá 23. apríl 2025 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 152/2009 að því er varðar ákvörðun á karbónötum í fóðri. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 109.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/711 frá 10. apríl 2025 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei MUCL 49755, og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei MUCL 49754, sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi, varphænur, aukategundir alifugla til varps og eldissvína, eldissvín af öllum svínaættum og eldiskalkúna, leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei MUCL 49755, og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei MUCL 49754, sem fóðuraukefni fyrir mjólkurgrísi (leyfishafi er: AVE BV) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 1088/2011, (ESB) nr. 989/2012 og (ESB) nr. 1040/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 114.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/757 frá 16. apríl 2025 um leyfi fyrir sepíólíti sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 20. nóvember 2025 bls. 120.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 21. nóvember 2025.

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Katarina Tina Nikolic.

B deild - Útgáfudagur: 25. nóvember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica