Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

1206/2021

Reglugerð um gildistöku tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 2002/32 um óæskileg efni í fóðri, auk áorðinna breytinga.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2003 frá 20. júní 2003 skal tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 2002/32 um óæskileg efni í fóðri, frá 7. maí 2002, gilda hér á landi. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 51, frá 9. október 2003, bls. 5.

3. gr.

Á grundvelli tilgreindra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu eftirtaldar tilskipanir framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á tilskipun 2002/32 jafnframt gilda hér á landi:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2003/57 frá 17. júní 2003 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32 um óæskileg efni í fóðri. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2003 frá 5. desember 2003. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15, frá 23. mars 2006, bls. 11.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2003/100 frá 31. október 2003 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB um óæskileg efni í fóðri. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2004 frá 23. apríl 2004. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58, frá 23. nóvember 2006, bls. 7.
  3. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2005/8 frá 27. janúar 2005 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB um óæskileg efni í fóðri. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 109/2005 frá 30. september 2005. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 35, frá 19. júní 2008, bls. 31.
  4. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2005/86 frá 5. desember 2005 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB um óæskileg efni í fóðri að því er varðar kamfeklór. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2006 frá 7. júlí 2006. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 4. desember 2008, bls. 17.
  5. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2005/87 frá 5. desember 2005 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB um óæskileg efni í fóðri að því er varðar blý, flúr og kadmíum. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2006 frá 7. júlí 2006. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 4. desember 2008, bls. 20.
  6. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2006/13 frá 3. febrúar 2006 um breytingu á I. og II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB um óæskileg efni í fóðri, að því er varðar díoxín og PCB-efni sem líkjast díoxíni. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2006 frá 22. september 2006. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 76, frá 18. desember 2008, bls. 64.
  7. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2006/77 frá 29. september 2006 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir lífræn klórsambönd í fóðri. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 3/2007 frá 27. apríl 2007. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25, frá 14. maí 2009, bls. 1.
  8. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2008/76 frá 25. júlí 2008 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB um óæskileg efni í fóðri. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2009 frá 29. maí 2009. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 4. desember 2014, bls. 668.
  9. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/8 (EB) frá 10. febrúar 2009 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32 (EB) að því er varðar hámarksgildi fyrir hníslalyf eða vefsvipungalyf sem óhjákvæmilega berast í fóður sem þau eru ekki ætluð í. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2009 frá 4. desember 2009. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 71, frá 16. desember 2010, bls. 167.
  10. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2009/141 frá 23. nóvember 2009 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir arsen, þeóbrómín, Datura sp. Ricinus communis L., Croton tiglium L. og Abrus precatorius L. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2010 frá 10. nóvember 2010. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 24. febrúar 2011, bls. 230.
  11. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2010/6 frá 9. febrúar 2010 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar kvikasilfur, óbundið gossýpól, nítrít og Mowrah, Bassia, Madhuca. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2010 frá 2. júlí 2010. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, frá 7. apríl 2011, bls. 13.

4. gr.

Á grundvelli tilgreindra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á tilskipun nr. 2002/32 jafnframt gilda hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 574/2011 frá 16. júní 2011 um breytingu á I. viðauka við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins 2002/32/EB, að því er varðar hámarksgildi fyrir nítrít, melamín, Ambrosia spp. og yfirfærslu (e. carry-over) tiltekinna hníslalyfja og vefsvipungalyfja, og um samsteypu á I. og á II. viðauka við hana. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2012 frá 30. mars 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, frá 14. júní 2012, bls. 73.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 277/2012 frá 28. mars 2012 um breytingu á I. og II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi og aðgerðamörk fyrir díoxín og fjölklóruð bífenýl. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2012 frá 26. október 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 9, frá 7. febrúar 2013, bls. 513.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 744/2012 frá 16. ágúst 2012 um breytingu á I. og II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir arsen, flúor, blý, kvikasilfur, endósúlfan, díoxín, Ambrosia spp., díklasúríl og lasalósíð-A-natríum og aðgerðamörk fyrir díoxín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2013 frá 15. mars 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, frá 28. mars 2013, bls. 471.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 107/2013 frá 5. febrúar 2013 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksstyrk melamíns í gæludýrafóðri í dósum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2013 frá 8. október 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56, frá 10. október 2013, bls. 452.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1275/2013 frá 6. desember 2013 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir arsen, kadmíum, blý, nítrít, rokgjarna mustarðsolíu og skaðleg grasafræðileg óhreinindi. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2014 frá 16. maí 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, frá 12. júní 2014, bls. 474.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/186 frá 6. febrúar 2015 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir arsen, flúor, blý, kvikasilfur, endósúlfan og fræ af Ambrosia-tegundum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2015 frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1327.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2229 frá 4. desember 2017 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir blý, kvikasilfur, melamín og dekókínat. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2018 frá 9. febrúar 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 378.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1869 frá 7. nóvember 2019 um breytingu og leiðréttingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir tiltekin óæskileg efni í fóðri. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2020, frá 12. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50, frá 23. júlí 2020, bls. 1.

5. gr.

Komi fram ný vitneskja, fyrri notkun endurmetin eða komi í ljós að fóðurefni, sem ekki eru bönnuð í lögum og reglum, reynist geta valdið umhverfi, heilsu manna og/eða heilsu dýra tjóni, getur Matvælastofnun tímabundið breytt vikmörkum eða lækkað leyfilegt hámarksmagn viðkomandi efna í fóðri. Grípi stofnunin til slíkra ráðstafana skal um leið tilkynna forsendur þeirra til ráðherra, Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

6. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

7. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. október 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.