Velferðarráðuneyti

1202/2018

Reglugerð um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2019. - Brottfallin

1. gr.

Fjárhæðir bóta samkvæmt III. og VI. kafla laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og greiðslur samkvæmt 63. gr. sömu laga, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2019:

Lífeyristryggingar kr. á mánuði kr. á ári
Ellilífeyrir, skv. 1. mgr. 23. gr. 248.105   2.977.260   
Örorkulífeyrir, skv. 4. mgr. 18. gr. 46.481 557.772
Örorkustyrkur, skv. 1. mgr. 19. gr. 34.362 412.344
Örorkustyrkur, skv. 2. mgr. 19. gr. 46.481 557.772
Barnalífeyrir, skv. 6. mgr. 20. gr. 34.362 412.344
Aldurstengd örorkuuppbót (100%), skv. 2. mgr. 21. gr. 46.481 557.772
Tekjutrygging, skv. 3. mgr. 22. gr. 148.848   1.786.176   
     
Annað kr. á dag kr. á mánuði kr. á ári
Ráðstöfunarfé, skv. 8. mgr. 48. gr.   74.477 893.724
Dagpeningar utan stofnunar, skv. 9. mgr. 48. gr. 3.617    
Fyrirframgreiðsla meðlags, skv. 1. mgr. 63. gr.   34.362 412.344

2. gr.

Fjárhæðir bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2019:

  kr. á mánuði kr. á ári
Mæðra- og feðralaun með tveimur börnum, skv. 2. mgr. 2. gr. 9.948 119.376
Mæðra- og feðralaun með þremur börnum    
eða fleiri, skv. 2. mgr. 2. gr. 25.864 310.368
Barnalífeyrir, skv. 1. mgr. 3. gr. 34.362 412.344
Umönnunargreiðslur (100%), skv. 1. mgr. 4. gr. 185.926   2.231.112   
Makabætur og umönnunarbætur (80%), skv. 5. gr. 156.263   1.875.156   
Dánarbætur, skv. 1. mgr. 6. gr. 51.183 614.196
Dánarbætur, skv. 2. mgr. 6. gr. 38.340 460.080
Endurhæfingarlífeyrir, skv. 1. mgr. 7. gr. 46.481 557.772
Heimilisuppbót, skv. 2. mgr. 8. gr. 62.695 752.340
Heimilisuppbót, skv. 3. mgr. 8. gr. 50.312 603.744
Uppbót vegna reksturs bifreiðar, skv. 2. mgr. 10. gr. 17.180 206.260

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., laga nr. 100/2007, um almanna­tryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2019. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1201/2017, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2018.

Velferðarráðuneytinu, 17. desember 2018.

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica