Innanríkisráðuneyti

1199/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.

1. gr.

12. gr. breytist þannig:

  1. Í stað orðsins "Veghaldara" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Samgöngustofu.
  2. Í stað núgildandi 5. tölul. a-liðar 1. mgr. kemur nýr 5. tölul., sem orðast svo: lágmarksfjarlægð milli ása vagnlestar sé í samræmi við viðauka við reglugerð þessa og fylgiskjal hans.
  3. Í stað orðsins "Vegagerðin" í 2. málsl. 3. mgr. kemur: Samgöngustofa.

2. gr.

Í stað núgildandi 1. og 2. mgr. 13. gr. koma nýjar 1. og 2. mgr., sem orðast svo:

Sækja má um undanþágu frá reglum um lengd, breidd, hæð, heildarþyngd og ásþunga ökutækis til Samgöngustofu sem aflar samþykkis Vegagerðar og lögreglustjóra eins og við á í samræmi við verklagsreglur þar um. Þetta á við þegar nauðsyn þykir bera til, vegna óskiptanlegra eða sérstakra flutninga sem ekki geta með góðu móti farið fram með öðrum hætti. Þetta á einnig við varðandi undanþágu frá lengd, breidd og hæð á skiptanlegum farmi ef augljós hagkvæmnisrök mæla með slíkum flutningum enda sé umferðaröryggi ekki skert eða aukin hætta sé á skemmdum á vegamannvirkjum. Samgöngustofa getur sett nánari skilyrði fyrir leyfi og getur bundið undanþágu við ástand vega og mannvirkja hverju sinni og gerð ökutækis.

Við veitingu undanþágu skv. 1. mgr. skal Samgöngustofa hafa samráð við veghaldara eftir því sem við á. Þegar undanþága varðar flutning um tvö eða fleiri lögregluumdæmi sér Samgöngustofa um að kynna flutninginn fyrir viðkomandi lögregluembættum eftir því sem við á.

3. gr.

2. mgr. 14. gr. breytist þannig að í stað orðsins "Vegagerðar" kemur: Samgöngustofu.

4. gr.

Hvar sem orðið "Vegagerðin", í hvers konar beygingarfalli kemur fyrir í 15. gr. kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

5. gr.

Í stað "2014" í ákvæði til bráðabirgða kemur: 2016.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 68., 75. og 76. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 11. desember 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica