Fara beint í efnið

Prentað þann 2. maí 2024

Breytingareglugerð

1197/2022

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 777/2021, um gildistöku á reglugerð (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/503 frá 29. mars 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/953 sem varðar það að veita ólögráða börnum undanþágu frá viðurkenningartímabili bólusetningarvottorða sem gefin eru út með sniði stafræna ESB-vottorðsins vegna COVID, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 136/2022 frá 29. apríl 2022 og talin er upp í 10. lið í V. viðauka og lið 11 í VIII. viðauka við EES-samninginn. Framselda reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 47, frá 14. júlí 2022, bls. 171-173.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. og 18. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 1. nóvember 2022.

Willum Þór Þórsson.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.